Instagram ritskoðar skapahár

Mynd Petru Collins olli lokun Instagram reikningi hennar
Bandaríska listakonan Petra Collins lenti í miður skemmtilegri reynslu þegar mynddeiliforritið Instagram lokaði reikningi hennar eftir að hún birti mynd af nærbuxum sem huldu ekki skapahár hennar nógu vel. Hún setur stórt spurningamerki við aðgerðir Instagram þar sem forritið geymir, samkvæmt nýjustu talningu, 5.883.628 bíkínímyndir. En eftir að hún setti inn ofangreinda mynd á forritið fékk hún skilaboð frá kerfistjóra Instagram um að óviðeigandi myndir væru ekki velkomnar og reikningnum væri hér með lokað. ,,Eyðing reikningsins leið eins og líkamlegt ofbeldi, eins og almenningur gerði aðsúg að mér með rakvél, setja fingurinn niður í kokið á mér, neyða mig til að fela mig, neyða mig til að þóknast reglum fegurðarinnar" skrifar Collins í bloggi sínu á The Huffington Post.

#Abikiniaday á Instagram.com

Vel má vera að þessi mynd hafi verið kornið sem fyllti mælinn en þetta er ekki fyrsta mynd af þessum toga sem hún setur á Instagram en hún segir sjálf að hún hafi aldrei birt neitt sem brýtur gegn notendaskilmálunum. Collins vakti hörð viðbrögð vestanhafs í byrjun október þegar hún hannaði boli fyrir American Apparel með teikningu af kynfærum. Flestar athugasemdir voru gagnrýnandi og neikvæðar ("Gross!") en Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir margt annað ofar umburðarlyndi.Collins er óhrædd við að benda á í pistli sínum tvískinnung þeirra sem óhrópaðu Miley Cyrus á dögunum fyrir ögrandi dans á MTV-verðlaunahátíðinni en gleymdu karlmanninum sem dansaði við hana. Collins fer yfir þau skipti sem netnotendur hafa kallað hana illum nöfnum, kallað hana hóru og viðbjóð. ,,Ef Internetið hermir eftir raunveruleikanum, þá liggur enginn vafi á að raunveruleikinn hermir eftir netinu." skrifar Collins. Við Íslendingar þekkjum þetta vel enda duglegri við að karpa á netinu en í raunheimum.

Pistill Petru Collins á The Huffington Post

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir