Ísland best í heimi?

Oftar en ekki heyrir maður um einhverjar kannanir þar sem verið er að dásama landið og það sem það hefur upp á að bjóða.
Við íslendingar eigum það til að taka okkur frekar hátíðlega að mínu mati, þó einhverjar kannanir út í heimi segi eitt þá er raunveruleikinn oft annar þó að ég sé alls ekki að draga það í efa að hér sé gott að búa.

Við erum sögð vera ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims, en þá spyr maður sig líka þegar þetta er rætt, ef við erum svona rík af hverju er þá ekki hægt að borga fólki sem sér um mikilvægustu störfin í landinu almennileg laun. Þegar ég segi mikilvægustu störfin á ég við fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjúkrunarfólk og sjúkraliðar, einnig er starf kennara mjög mikilvægt og hefur orðið ábyrgðarmeira með árunum. Núna nýlega var í umræðunni að halda ýmis námskeið svo hægt væri að taka meira af erlendu fólki til vinnu á sjúkrahúsum og elliheimilum þar sem íslendingar virðast ekki fást í vinnu, en af hverju er ekki reynt að halda í háskólamenntað fólk með því að hækka launin við erum jú einu sinni svo rík þjóð.

Íslendingar eru að mínu mati sú þjóð sem lifir hvað hraðast við höfum í dag varla tíma til að ala börnin okkar upp og erum að farast úr kaupæði. Við látum líka allt of mikið vaða yfir okkur og stöndum sjaldan á okkar rétti. Ef okkur finnst brotið á rétti okkar rífumst við í viku en látum svo gott heita og snúum okkur að öðru. Við hefðum gott af því að taka til fyrirmyndar í þessum málum þjóð eins og Þjóðverja sem núna nýlega tóku sig til og skiluðu farsímum af gerðinni Nokia og hættu að kaupa þá þar sem á að loka Nokia verksmiðjunni sem þar er. Í dag er verið að loka fiskvinnslum um allt land og ekkert er að gert á meðan hundruðir manns missa vinnuna. Við hugsum allt of mikið á þessa leið: það þýðir ekkert fyrir mig að gera þetta, það gerir þetta enginn annar. En á meðan hugsunarhátturinn er svona hjá allt of mörgum gerist ekkert.

Ísland er að sjálfsögðu ekki bara slæmt við getum montað okkar af mikilli náttúrufegurð og auðvitað fallegast kvennfólkinu (svo segja kannanir) ekki satt!! Við höfum margt gott fram að færa en þurfum að nýta það betur og gera eitthvað í málunum þegar þarf virkilega á því að halda.....áfram Ísland næstum því best í heimi.

 

ljósmynd: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir