═sland Ý kj÷ra­st÷­u til a­ nřta ■ekkingu og reynslu erlendis frß var­andi ˙rrŠ­i gegn skipulag­ri glŠpastarfsemi

Bjarni Sigursteinsson

„Skipulögð glæpastarfsemi er ekki vandi sem leystur verður á einni nóttu eða einu kjörtímabili svo hér er þörf á að vanda til verks og horfa til framtíðar. Slík vinna þarf þó ekki að taka mikið lengri tíma því hún byggir á því sem til staðar er en þarfnast ekki svo mikillar nýsmíði“ segir Bjarni Sigursteinsson laganemi í meistaranámi við Osgoode Hall Law School í Kanada.

Óhætt er að segja að umræðan um skipulögð glæpasamtök hafi aldrei  verið jafn hávær á Íslandi og nú og í kjölfar hennar kröfur á hendur stjórnvalda um úrbætur þeim tengdum. Gagnrýnt hefur verið að heimildir þær sem lagðar hafi verið til gangi of skammt og frekari úrræða sé þörf til að takast á við vandann. Því hefur þingflokkur Framsóknarflokksins lagt fram þingsályktunartillögu um að banna ætti skipulögð glæpasamtök. Flutningsmenn tillögunnar sendu frá sér greinargerð með þingsályktunartillögunni þar sem tekið er fram að ljóst þyki að slík glæpastarfsemi hafi síðustu ár fest rætur sínar í íslensku samfélagi og af þeim standi ógn. Jafnframt kemur fram að flutningsmenn telji slík samtök brjóta í bága við 74. grein stjórnarskráarinnar sem fjallar um félagafrelsi og byggir á því að leyfilegt sé að stofna félög í löglegum tilgangi, en hafi starfsemi félagsins ólöglegan tilgang megi banna um sinn starfsemi þess. 

Bjarni sem lauk BA- prófi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 fjallaði um í lokaverkefni sínu hvort að bann á samtök Vítisengla samrýmdust þeim mannréttindalögum sem væru í gildi á Íslandi. Þann 28. Mars síðastliðinn birti Morgunblaðið grein eftir Bjarna þar sem hann kynnti niðurstöður BA- rannsóknar sinnar, en þær leiddu í ljós að stjórnvöld gætu í raun bannað slík samtök ef miðað væri við gildandi mannréttindi, en jafnframt að þau yrði að réttlæta slíkt bann á fullnægjandi hátt. Bjarni vildi leggja áherslu á að bann á félög væri ekki eina úrræðið til að sporna gegn skipulögðum glæpasamtökum, né heldur væri það eitthvert töfraúrræði sem leysi vandann. Leggja þyrfti heildstætt mat á hvaða aðferðum væri best að beita til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, við það mat þyrfti að gæta þess að líta til allra þeirra úrræða sem tiltæk eru og þeirrar þekkingar sem til staðar er um kosti þeirra og galla. Jafnframt sagði hann að matið yrði að miða við íslenskt réttarkerfi og þjóðfélag, sem og vandann sem úrræðunum er ætlað að sporna gegn. „Meðal þess sem aðrir hafa brennt sig á er að byggja á pólitískt vinsælum úrræðum hverju sinni eða hafna kostum án fullnægjandi mats“

Bjarni var spurður að því hvaða breytingar slíkt bann við glæpasamtökum gæti mögulega haft í för með sér varðandi mannréttindi almennt og hvort að slík lagasetning gæti ekki gefið tón sem gæti gengið lengra í skerðingu mannréttinda? Sagði hann að réttinum til félagafrelsis væri ekki rétt lýst án þeirra takmarkanna sem heimilar væru. Þar sem heimilt væri að setja bann á skipulögð glæpasamtök ef það uppfyllti þau skilyrði sem sett væru fyrir takmörkunum, væri ekki um neina skerðingu á mannréttindum að ræða og því væri enginn tónn gefinn fyrir frekari skerðingu.

Þegar Bjarni var spurður út í skoðanir sínar varðandi þá umræðu sem heyrst hefur í þjóðfélaginu, að mannréttindi þyrftu ekki að eiga við glæpamenn, sagði hann að mannréttindi væru grundvallar réttindi sem að allir ættu að njóta. Einmitt til að geta staðið við slíka yfirlýsingu væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að á flestum mannréttindum væru tilteknar takmarkanir. Lesa yrði réttindin í samhengi við heimilar takmarkanirnar til að sjá þau grundvallarréttindi sem verðskulduðu þann sess sem mannréttindi hafa. Jafnframt taldi hann það engum til góðs ef fólk færi að sjá mannréttindi sem ógn við öryggi sitt og það þjóðfélag sem því er kært. „Mannréttindi verðskuldi staðfasta vernd einnig gegn því sem eyðilagt hefur svo margar góðar hugmyndir, þar á meðal trúarbrögð: bókstafstrú og öfgafulla túlkun“.

Bjarni sagði ástæðu þess að hann hafi ákveðið að blanda sér í þá umræðu sem nú er í gangi um úrræði til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi vera sú að hann telji að almennt hafi þessa umræðu skort fótfestu í þeirri þekkingu og reynslu sem til staðar sé um möguleg úrræði. Hann sagði að um væri að ræða málefni sem hafi verið mun lengur til skoðunar víða erlendis og því gildir hið fornkveðna að það sé engin ástæða til að reyna að finna aftur upp hjólið og gera sömu mistök og aðrir hafa gert. Því telur hann að Ísland sé í kjöraðstöðu til að nýta sér þekkingu og reynslu erlendis frá til þess að hanna hjól sem best henti því landslagi sem er í okkar lagakerfi og þjóðfélagi.

Bjarni sem er lögreglumaður í leyfi við embætti Ríkislögreglustjórans vildi taka fram að skoðanir þær og niðurstöður sem fram koma í viðtalinu eru hans eigin og þurfa ekki að samrýmast skoðunum lögreglunnar eða embættis Ríkislögreglustjóra.


Athugasemdir

Athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra sem ■Šr skrß. Landpˇsturinn ßskilur sÚr ■ˇ rÚtt til a­ ey­a ummŠlum sem metin ver­a sem Šrumei­andi e­a ˇsŠmileg.
Smelltu hÚr til a­ tilkynna ˇvi­eigandi athugasemdir.

SvŠ­i

Landpˇstur er frÚttavefur
fj÷lmi­lafrŠ­inema vi­ Hßskˇlann ß Akureyri.á
KENNARAR OG UMSJËNARMENN
Birgir Gu­mundsson, Hjalti ١r Hreinsson, Sigr˙n Stefßnsdˇttir