Íslandi var stjórnað af Mafíunni

Litla saklausa Ísland er ekki svo saklaust lengur og höfum við sannarlega þurft taka á okkur klúður. Upplifunin er sú að landið hafi verið stjórnað af mafíunni, spillingin og leyndarmálin.  Enn er eins og sagan sé ekki öll sögð og fleiri leyndarmál eiga eftir að koma upp á yfirborðið. Sakleysið svo sannarlega farið og Íslandsstoltið brotið. Enn eitt er víst að næst þegar talað er um spillingu í öðrum löndum ættum við að byrja á því að líta okkur nær.

Fyrir ári síðan var ég stoltur Íslendingur, að búa í eitt af ríkasta landi heims. Ísland varð meira að segja orðið of lítið fyrir alla peningana sem flæddu inn í landið. Litla Ísland fór því að kaupa útfyrir landið, en það var allt í lagi því nóg af peningum var afgangs fyrir okkur líka. Horft var á auðmennina þá Björgólf og félaga aðdáunar augum. Rosalega voru þeir nú sniðugir að fjárfesta og græða meiri og meiri pening. Margir hugsuðu með sér að kannski gætu þeir fjárfest vel og orðið svona ríkir eins þeir.

En hvað gerist, Lísa í undralandi vaknar og veruleikinn gerir vart við sig. Íslenska þjóðin er höfð af fífli!  Allt þetta góðæri var bara draumur.  Þessir auðmenn  sem einhverstaðar fengu peninginn bjuggu hann til með verðbréfum og stálu restinni frá Íslensku þjóðinni.  Íslenska þjóðin kaus ekki stjórnendur landsins því skyndilega voru það auðmennirnir  stjórnuðu landinu, peningar stjórnuðu landinu. Þessir kóngar og drottningar í draumnum var bara illgresi sem liggja í jarðveginum. Núna þegar Lísa sér þá fyrir þá sem þeir eru þá vill hún reita það upp með rótum og losna við það fyrir fullt og allt.

 Í dag stendur Íslenska þjóðin nánast við gjaldþrot. Nær einungis  vegna græðgi nokkra manna og aðra stjórnandi sem bundu fyrir augun á sér og þjóðinni á meðan Íslenska þjóðin var rænd.  En hvar eru peningarnir sem voru þá til, eru þeir einhverstaðar geymdir á eyjum þar sem enginn getur rakið þá? En ef svo er, eru þá þessir fáu einstaklingar sem komu okkur í þessa stöðu tilbúnir til að knésetja heila þjóð bara fyrir það eitt að vera áfram ríkir!!! Hvar er samviskan og siðferðið??? Er það þannig að þegar miklir peningar eru í húfi þá verður það til þess að fólk hreinlega týnir því og ef svo er eru þeir þá þess virði??  Já maður hreinlega spyr sig!


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir