Íslandsmótið í Crossfit

Crossfit Samband Íslands

Íslandsmótið í Crossfit verður haldið núna um helgina, 13.-15. nóvember og er það Crossfit Samband Íslands sem stendur bakvið þessa keppni. Keppendur þurftu að komast í gegnum undankeppni til þess að fá þátttökurétt á Íslandsmótinu.

Þeir sem náðu að skora hæst í meðfylgjandi flokkum var boðið að taka þátt í Íslandsmótinu.

Opin flokkur – 40 hæstu keppendurnir
35 – 39 ára – 10 hæstu keppendurnir
40 – 44 ára – 10 hæstu keppendurnir
45 – 49 ára – 5 hæstu keppendurnir
50+ ára – hæstu 5 keppendurnir

Gróf dagskrá er komin út en á föstudaginn n.k. kl 13.20 verður það opni flokkurinn sem byrjar keppnina og mun það fara fram í Kaplakrika í Hafnafirði.

Keppnin heldur síðan áfram kl 17.00 í Crossfit Sport í Sporthúsinu sem er staðsett í Kópavogi en þar munu allir flokkarnir spreyta sig.

Á Laugardaginn og Sunnudaginn mun keppnin og síðan verðlaunaafending fara fram í Digranesi í Kópavogi. 

Það eru stór nöfn í Crossfit sem munu taka þátt og berjast um titilinn en má þar helst nefna:

Björgvin Karl Guðmundsson - 23 ára - 178 cm á hæð - 3. sæti á Heimsleikunum í Crossfit 2015
Björgvin Karl Guðmundsson

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir - 23 ára - 171 cm á hæð - 3. sæti á Heimsleikunum í Crossfit
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Katrín Tanja Davíðsdóttir - 22 ára - 169 cm á hæð - Heimsmeistari í Crossfit 2015
Katrín Tanja Davíðsdóttir

Björk Óðinsdóttir - 27 ára - 160 cm á hæð - 19. sæti á Heimsleikunum í Crossfit 2014
Björk Óðinsdóttir

Nánari dagskrá má sjá HÉR


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir