Íslendingar "djamma hart" og strákarnir eru hlédrægir

Linda Phan er 23 ára stúlka frá Seattle. Hún kom til Íslands í heimsókn ásamt 13 öðrum nemendum frá Háskólanum í Whasington, Washington of University. Henni finnst Íslendingar taka vel á því á djamminu og strákarnir hlédrægir.
Lindu finnst mikil þögn hér á Akureyri og afar kyrrlátt. Hún er auðvitað vön því að heyra stöðugt í umferð og sírenum. Hún sá yfirleitt lítið af fólki á götunum. Einu skiptin sem hún varð vör við mikið af fólki og einhver læti var á föstudags og laugardagskvöldum. En hún dvaldi á gistiheimili niður í miðbæ Akureyrar. 

Djammið á Íslandi vs djammið í USA 

Linda taldi skemmtanalífið hér á Íslandi vera töluvert frábrugðið því sem hún þekkir í heimalandi sínu. Hún sagði Íslendinga fara svo seint niður í bæ, ekki fyrr en um miðnætti eða jafnvel seinna. En í Bandaríkjunum fara þau um níu eða tíu leytið um kvöldið niður í bæ. Henni fannst Íslendingar „djamma mjög hart“ og vera mjög lengi úti, jafnvel til 5 eða 6 um morguninn. Þetta þekkist ekki í Bandaríkjunum, þar loka barir á milli 1 og 2. Drykkjumenningin er svipuð, allir drekka mikið. En bandaríkjamenn drekka einnig á virkum dögum, hjá Íslendingum virðist það meira bundið við helgarnar. Það eru oft partý á vikrum dögum, sérstaklega á heimavistum og háskólagörðum.

Samskipti kynjanna 

Linda tók eftir því að strákar koma ekki að tala við stelpur af fyrra bragði á börum. Í Bandaríkjunum tíðkast það að strákar komi og spjalli við stelpur. Hún er ekki vön því að þurfa að taka af skarið af fyrra bragði. Þetta þótti henni voðalega sérstakt og velti því fyrir sér hvernig strákar reyndu eiginlega við stelpur hérna á Íslandi. 
„Heima þá er það þannig að maður nær kannski augnsambandi við einhvern og þá kemur hann og spjallar, en hér á Íslandi kom enginn að tala við mann einu sinni“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir