Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í rúm 6 ár

Í kvöld mun íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spila gegn Ungverjalandi í Generali aréna í Miskolc í Ungverjalandi. Ungverska liðið er talið sigurstranglegra en þær tóku þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar en komust reyndar ekki upp úr riðlinum sínum í þeirri keppni. Ísland og Ungverjaland eru að mætast í fyrsta sinn í körfuknattleik kvenna; þetta er einnig í fyrsta sinn sem Ísland mætir verðlaunaþjóð í körfuknattleik þar sem Ungverjaland hafa unnið 2 silfur og 5 brons á EM. Ísland verður án þriggja lykilmanna en þær Hildur Björg Kjartansdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdánardóttir komast ekki í verkefnið vegna háskólanáms sem þær eru í út í Bandaríkjunum. 

Helena Sverrisdóttir landsliðsfyrirliði þarf aðeins 1 stig til þess að vera fyrsta íslenska konan til þess að skora þúsund stig fyrir A-landslið. Hún þekkir vel til ungverska liðsins sem og íþróttahallarinnar í Miskolc. Helena spilaði nefnilega veturinn 2013-2014 með ungverska liðinu Aluinvent DVTK Miskolc; þar lék Helena með þremur leikmönnum ungverska landsliðsins. Hún spilaði síðan með öðrum leikmanni í ungverska landsliðinu þegar hún spilaði með Good Angles Kosice í Slóvakíu árið á undan. Helena þekkir því vel til liðsins.

Ísland er í E-riðli í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017 en auk Íslands og Ungverjalands eru Slóvakía og Portúgal í riðlinu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 að íslenskum tíma; þetta verður í fyrsta sinn í meira en sex ár sem Ísland spilar leik í Evrópukeppninni. Ísland keppir síðan á móti Slóvakíu næsta miðvikudag í Laugardalshöllinni


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir