Íslenska landsliðið í handbolta spilar í Noregi um helgina - mikið um forföll

Óvíst er hversu mikið Snorri verður með.

Íslenska landsliðið í handbolta undirbýr sig þessa dagana undir Gullmótið sem fram í Noregi um komandi helgi. Mótið er æfingamót og er liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem fer fram í Póllandi í janúar næstkomandi.

Íslenska liðið heldur út á morgun, miðvikudag, og spilar sinn fyrsta leik gegn Norðmönnum á fimmtudag. Á laugardaginn bíður strákanna strembið verkefni þar sem þeir mæta núverandi heims- og evrópumeisturum Frakka og á sunnudaginn eru það Danir sem bíða strákanna. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska liðsins, er einmitt þjálfari Dana og verður gaman að sjá hann mæta með sterkt lið þeirra á móti íslenska liðinu.

Ekki er hægt að segja að íslenska liðið gangi heilt til skógar en töluvert er um meiðsli, veikindi og forföll að ræða. Bjarki Már Gunnarsson og Vignir Svavarsson eru báðir frá vegna meiðsla ásamt Alexender Peterson sem hefur enn ekki jafnað sig fullkomnlega á meiðslum í öxl sem hafa verið að hrjá hann síðustu ár. Tandri Már Konráðsson er veikur og óvissa ríkir í kringum Snorra Stein Guðjónsson en brotist var inn á heimili hans í Frakkandi á sunnudaginn og það lagt í rúst. Ljóst er að hann leikur ekki með liðinu á fimmtudag gegn gestgjöfum Noregs en framhaldið á síðan eftir að koma í ljós. 

Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, var kallaður inn í íslenska hópinn í gær en óvíst er hvort hann haldi með liðinu út. Aron Kistjánsson, landsliðsþjálfari, þarf í dag að velja 18 leikmenn úr 20 manna hóp til að taka með sér til Noregs á mótið.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir