Íslenska hljómsveitin Of Monsters And Men að verða heimsfræg

Mikið hefur gengið á hjá hljómsveitinni Of Monsters And Men síðan þau unnu Músíktilraunir árið 2010. Seldu þau yfir 40 þúsund eintök af plötu sinni á útgáfudegi í Bandaríkjunum á Itunes þann 3. apríl síðastliðinn og þá ekki talin eintök sem seld voru í verslunum.

Hljómsveitin saman stendur af sex hæfileikaríku ungu fólki, það eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sem spilar á gítar og syngur, Ragnar Þórhallsson sem einnig spilar á gítar og syngur, Brynjar Leifsson gítarleikari, Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari, Árni Guðjónsson hljómborðsleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Þau hafa nú ferðast víðsvegar um Bandaríkin og haldið tónleika við frábærar undirtektir. Hljómsveitin virðist því vera að rísa hratt á stjörnuhimni tónlistarheimsins og alveg greinilegt að skemmtilegt verður að fylgjast með þeim á næstu misserum. 

Hægt er að skoða viðtal sem tekið var við þau í gegnum skype með því að smella hér.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir