Hux á kvikmyndahátíð til Frakklands

Stuttmyndin Hux vann til fyrstu verðlauna á Stuttmyndadögum 2008.  Stuttmyndadagar voru haldnir í maí en myndin var sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrir örfáum dögum síðan.  Blaðamaður Landpóstsins hafði samband við framleiðanda myndarinnar, Hjört Atla Guðmundsson, og spurði um framtíð myndarinnar.

Hjörtur sagði myndina hafa orðið til fyrir tveimur árum síðan þegar hann var nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og vantaði smásögu í skólablað sem hann var að gefa út. Kunningi hans, Arnar Már Brynjarsson skrifaði söguna, sem síðan varð efniviður myndarinnar.  Arnar Már leikstýrði myndinni auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið.  Kvikmyndafélagi Íslands bárust 40 myndir á Stuttmyndadaga en 15 þeirra voru sýndar í Kringlubíói í Reykjavík, þar sem verðlaunaafhending fór síðan fram.  Hjörtur sagði þá félaga hafa orðið afar ánægða og hlakki þeir til að fylgja myndinni eftir á kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi. Þar verður myndin sýnd nokkrum sinnum auk þess sem þeir eiga möguleika á kynningu í gegnum blaðaviðtöl. Hjörtur sagði myndina verða sýnda á Reykjavík International Film Festival í byrjun október, en þar mun hún keppa um Gullna eggið.

Stuttmyndin Hux er í grunninn grafalvarleg en hún fjallar um ungan mann sem missir móður sína úr krabbameini.  Nálgun við efnið er samt sem áður húmorísk en það gerir myndina sérstaka.    


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir