Íţróttadrykkurinn bjór

Međ bjór í annarri og lóđ í hinni í bakherbergi kráarinnar í götunni međ körlunum úr verksmiđjunni. Ţannig var stemmningin á nítjándu öld ţegar ađ líkamsrćktarstöđvar spruttu upp. Bjór var bara eđlilegur partur af ţví ađ fara í rćktina ađ rífa í járn og lyfta til ţess ađ verđa sterkur og stćltur. Međ tímanum hefur líkamsrćktin haldiđ sínum heilbrigđa og heilsubćtandi stimpli en bjórinn siglt algjörlega í gagnstćđa átt til hins óheilbrigđa. Í dag er bjórinn ekki tengdur viđ ţvottabrettis six-pack heldur bjórvömb. Til eru allskonar drykkir á markađnum í dag en bjór virđist hafa horfiđ af ţeim lista.

            Nýlegar rannsóknir hafa ţó sýnt fram á ýmsa jákvćđa heilsufarslega kosti sem hófleg áfengisneysla hefur í för međ sér. Sem dćmi má nefna niđurstöđu rannsóknar viđ Háskólann í Norđur- Texas ţar sem ađ hófleg bjórdrykkja eftir ćfingar jók heildarmagn testósteróns um 20% í líkamanum. Ţetta er drykkja sem nemur 1.09 grömmum af kornetanóli á hvert kílógramm líkamans en ítrekađ hefur veriđ sýnt fram á tengsl testósteróns og vöđvastćkkunar í öđrum rannsóknum.

            Ţegar ađ viđ látum reyna á vöđvana í líkamsrćkt göngum viđ á forđabúr líkamans og rífum upp vöđvana. Eftir ćfingu bregst líkaminn viđ međ ţví ađ laga allt ţađ sem rifiđ var upp međ ţví ađ binda ţađ betur saman en áđur svo ađ viđ séum betur í stakk búin til ađ takast á viđ nćstu átök.  Prótein, kolvetni, vítamín og andoxunarefni spila stórt hlutverk í ađ hjálpa líkamanum í ţessu hlutverki sínu. Andoxunarefni spila ţar svo stórt hlutverk ađ fćđutegundir sem eru ríkar andoxunarefnum hafa nú í seinni tíđ veriđ kenndar viđ “ofurfćđu”. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á ađ bjór sé álíka andoxunarefnaríkur og rauđvín og sé ţví tilvalinn nokkrum tímum eftir rćkt til ţess ađ hlađa líkamann af andoxunarefnum.

            Rannsakendur viđ Granada Háskólann á Spáni komust ađ ţeirri niđurstöđu ađ bjór vćri hentugri til ađ svala ţrosta en vatn í sumum tilvikum, ţar á međal eftir ćfingu. Ţótt niđurstöđur ţeirra séu ekki til ţess ćtlađar ađ fá íţróttamenn til ţess ađ hćtta alveg ađ drekka vatn í stađinn fyrir bjór ţá sýna ţćr engu ađ síđur ađ e.t.v. ţurrki bjórinn líkamann ekki alveg eins mikiđ upp eins og menn vilja oft halda fram.

            Bruggarar í norđur Kanada hafa gripiđ ţessa hugmynd á lofti og er ćtlunin ađ framleiđa og selja sérstakan bjór ćtlađan íţróttamönnum. Drykkurinn mun kallast  Lean Machine, kaloríusnauđur og próteinríkur bjór međ lágu alkóhólmagni. Ríkur af nćringarefnum, andoxunarefnum og blóđsöltum. Hvort viđ munum sjá bjórinn keppa viđ Powerade og ađra sambćrilega drykki verđur tíminn einn ađ leiđa í ljós. Ţađ er ţó ljóst ađ ef eitthvađ er ađ marka ţessar rannsóknir, er hugmyndin um einn til tvo svellkalda bjóra eftir rćktina kannski ekki svo galin eftir allt saman.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir