Flýtilyklar
Atvinnumennirnir okkar - Sigtryggur Daði Rúnarsson
Atvinnumennirnir okkar er liður hér á Landpóstinum þar sem við munum gera grein fyrir þeim atvinnuíþróttamönnum sem Akureyri hefur alið af sér á undanförnum árum. Akureyringar geta státað af því að eiga marga framúrskarandi íþróttamenn og ætlum við að skoða þau þeirra sem nú stunda íþrótt sína erlendis. Liðurinn einskorðast við boltaíþróttir en nokkrir af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar hafa tekið sín fyrstu skref á Akureyri.
Sigtryggur Daði Rúnarsson
Fæðingardagur: 20.júní 1996
Núverandi lið: EHV Aue (Þýska B-deildin)
Leikmannaferill: Þór, Aue
Landsleikir: 0
Sigtryggur Daði Rúnarsson er langyngsti íþróttamaðurinn í þessari yfirferð okkar en Sigtryggur er fæddur árið 1996.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigtryggur stimplað sig af krafti inn í lið Aue á þessu tímabili en hann hefur skorað 54 mörk fyrir liðið í þýsku B-deildinni í vetur. Aue situr í fjórða sæti um þessar mundir og er því í baráttu um sæti í úrvalsdeildinni að ári. Sigtryggur Daði er einn fjögurra íslenskra leikmanna hjá félaginu og koma þrír þeirra úr unglingastarfi Þórs.
Sigtryggur Daði á ekki langt að sækja handboltahæfileikana en faðir hans er Rúnar Sigtryggsson sem einmitt þjálfar lið Aue. Rúnar átti farsælan feril sem leikmaður og vann meðal annars Evróputitil með Ciudad Real árið 2003. Þá var hann lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og lék yfir 100 landsleiki.
Sigtryggur hefur ekki enn verið valinn til að leika með A-landsliðinu en ef fram heldur sem horfir mun kallið koma fyrr en síðar. Sigtryggur hefur leikið með yngri landsliðum og var hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi síðasta sumar.
Sjá einnig
Atvinnumennirnir okkar - Árni Þór Sigtryggsson
Atvinnumennirnir okkar - Hallgrímur Jónasson
Atvinnumennirnir okkar - Arna Sif Ásgrímsdóttir
Atvinnumennirnir okkar - Oddur Gretarsson
Atvinnumennirnir okkar - Haukur Heiðar Hauksson
Atvinnumennirnir okkar - Birkir Bjarnason
Atvinnumennirnir okkar - Atli Ævar Ingólfsson
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir