Flýtilyklar
Eins árs keppnisbann
Jon Jones, heimsmeistari í léttvigt í UFC, hefur verið úrskurðaður í eins árs keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun fyrr á árinu.
Jones féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200, annað skiptið á ferlinum. Tvö efni á bannlista fundust í lyfsýni hans, Letrozole og Hydroxy-Clomiphene. Efnin fundust í pillum sem áttu að auka getu í kynlífi en ekki íþróttum. Pillurnar voru þó mengaðar á þann hátt að leifar af metabólískum efnum ásamt hormónalyfjum fundust í þeim.
Jones hélt því alltaf fram að hann hafi ekki visvítandi tekið nein ólögleg lyf og það var á vissan hátt staðfest í dag. Málaflutningur Jones þótti trúverðugur að mati lyfjaeftirlitsins og því er bannið 1 ár.
Í skýrslu nefndarinnar kom einnig fram að Jones væri ekki svindlari og að hann myndi ekki bara missa heilt ár frá keppni, heldur verður hann af níu milljónum dala í tekjur eða um einum milljarði íslenskra króna.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir