Enski Deildarbikarinn

Mynd: www.hiilkubad.com

Lokaleikur 8. Liða úrslita ensku deildarbikarkeppninnar fer fram í kvöld þegar Southampton tekur á móti Liverpool á St. Mari‘s heimavelli sínum. Liðin hafa þegar mæst einu sinni á yfirstandandi keppnistímabili en þá skildu liðin jöfn 1-1 á Anfield heimavelli Liverpool í október eftir mörk frá Christian Benteke fyrir Liverpool og Sadio Mane fyrir Southampton.

Liverpool hefur verið á ágætu flugi eftir að Jurgen Klopp var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í byrjun október. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni, gert tvö jafntefli og unnið þrjá leiki. Southampton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni, fyrir það hafði liðið unnið tvo og gert tvö jafntefli.

Leikurinn fer fram klukkan 19:45 í kvöld.

Þrjú lið hafa þegar komist áfram í undanúrslit keppninnar það eru Manchester City, Stoke og Everton. Það er því þegar orðið ljóst að einungis úrvalsdeildarlið munu etja kappi í undanúrslitunum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir