Flýtilyklar
Enski Deildarbikarinn
Lokaleikur 8. Liða úrslita ensku deildarbikarkeppninnar fer fram í kvöld þegar Southampton tekur á móti Liverpool á St. Mari‘s heimavelli sínum. Liðin hafa þegar mæst einu sinni á yfirstandandi keppnistímabili en þá skildu liðin jöfn 1-1 á Anfield heimavelli Liverpool í október eftir mörk frá Christian Benteke fyrir Liverpool og Sadio Mane fyrir Southampton.
Liverpool hefur verið á ágætu flugi eftir að Jurgen Klopp var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í byrjun október. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni, gert tvö jafntefli og unnið þrjá leiki. Southampton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni, fyrir það hafði liðið unnið tvo og gert tvö jafntefli.
Leikurinn fer fram klukkan 19:45 í kvöld.
Þrjú lið hafa þegar komist áfram í undanúrslit keppninnar það eru Manchester City, Stoke og Everton. Það er því þegar orðið ljóst að einungis úrvalsdeildarlið munu etja kappi í undanúrslitunum.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir