Félagsskipti aldarinnar?

Myndinn er samsett. Mynd: Mirror

Guillem Balague, sérfræðingur bresku sjónvarpstöðvarinnar Sky Sports í spænsku úvarlsdeildinni fullyrðir að Lionel Messi hafi aldrei verið nær því að yfirgefa spænska stórveldið Barcelona. Ensku stórveldin Chelsea, Arsenal og Manchester liðin City og United hafa undanfarnar vikur verið sterklega orðuð við kappan sem hefur fjórum sinnum verið valin besti leikmaður heims. Samkvæmt nýjustu fregnum í fótbolta heimnum mun Manchester City hreppa góssið.

 

Skattamálið
Messi ku vera orðinn þreyttur á skattayfirvöldum á Spáni en þessa stundina stendur hann í málaferli við spænska ríkið sem og Jorge Messi, faðir Leo. Feðganir eru sakaðir um að hafa svikið 4,1 milljón evra eða 574,5 milljónir íslenskra króna úr spænska skattinum árin 2007-2009 og geta átt yfir höfði sér 22 mánaða fangelsivist.
Lionel Messi er nú þegar samkvæmt Guillem Balague sá aðili sem borgar hvað mest í spænska skattinn á sínum ofurlaunum sem færa honum tæpar 50 milljónir evra eða 7 milljarða íslenskra króna í árslaun. Talið er að Manchester City sé reiðubúið að borga Messi rúmar 59 milljónir evra á ári en það eru rúmlega 8,2 milljarðar íslenskra króna. 

 

Framtíð Katalóníu 
Barcelona er staðsett í Katalóníu héraði á Spáni. Katalónía berst þessa dagana hart fyrir sjálfstæði frá Spáni og þykir líklegt að verði af því. Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur áður gefið það út að ef Katalónía verður sjálfstætt ríki þá mun Barcelona ekki fá að taka þátt í deildinni. Þetta hefur og mun valda öllum leikmönnum Barcelona áhyggjum. Spænska úrvalsdeildinn hefur síðustu áratugi verið ein af bestu knattspyrnu deildum heims og mun ekki þykja eins heillandi að leika fyrir Barcelona ef liðið tekur ekki þátt í deildarkeppni sem er stór á heimsvísu.

  

Pep Guardiola  
Josep Guardiola, núverandi knattspyrnustjóri Bayern Munich hefur síðastliðna mánuði verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra Manchester City. Guillem Balague heldur því fram að Manchester City sé reyna að lokka Guardiola til City með því að segja honum að þeir fái Messi en á sama tíma eru Man City að lokka Messi til City með því að halda því fram að þeir fái Guardiola. Þeir Messi og Guardiola eru miklir mátar frá því að þeir unnu saman hjá sigursælu liði Barcelona árin 2008-2012 og eru eflaust spenntir að vinna aftur saman. Mun það einnig hjálpa Manchester City að fyrir í félaginu er Sergio Agüero sem hefur verið besti vinur Messi síðan þeir kynntust fyrst í unglingalandsliðum Argentínu.
Samningur Guardiola við Bayern Munich rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil en sagt er að Guardiola þurfi nýja áskorun eftir að hafa unnið allt sem í boði er bæði á Spáni og í Þýskalandi því liggur beinast við að Guardiola taki upp þráðinn á Englandi en sjálfur hefur Guardiola sagt að hann vilji einn daginn þjálfa lið á Englandi.

 

Barcelona F.C.
Í sumar var Messi orðaður við brottför frá Barcelona sem neitaði öllum slíkum yfirlýsingum og félagið gaf út að það væri ekki hægt að verðmeta leikmann eins og Messi og setti meðal annars 250 milljón evra verðmiða á leikmanninn sem er 150% meira en dýrasti knattspyrnu leikmaður heims, Garreth Bale, kostaði árið 2013. Þann 26. september síðastliðin varð Leo Messi fyrir hnémeiðslum sem gerði hann óleikhæfan næstu tvo mánuðina. Með Messi ekki í liðinu var kominn tími fyrir aðra til að láta ljós sitt skína en það gerðu þeir Luis Suarez og Neymar með glæsibrag í fjarveru Messi og skoruðu á milli sín 17 mörk af þeim 21 sem skoruð voru í fjarveru Messi. Neymar og Suarez hafa því sannfært forráðamenn Barcelona að það geti verið framtíð án Messi.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir