Kobe kveður

Goðsögnin Kobe Bryant kveður

Körfuknattleiksgoðsögnin Kobe Bryant tilkynnti heimsbyggðinni, nú fyrir stundu, að tímabilið sem nú stendur yfir verði hans síðasta í NBA deildinni. Tilkynninguna setti hann fram á ljóðrænu formi á vefsíðunni Players Tribune. Í ljóðinu segist hann meðal annars hafa gefið allt sem hann á og að þetta tímabil sé allt sem hann á eftir til að gefa. 

Hinn 37 ára gamli Kobe Bryant er á sínu 20. tímabili og hefur á þeim tíma fimm sinnum orðið NBA meistari með Los Angeles Lakers, tvisvar sinnum hefur hann verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppnarinnar, einu sinni verðmætasti leikmaður deildarinnar og fjórum sinnum verðmætasti leikmaður Stjörnuleiksins. Kobe er jafnframt í þriðja sæti á lista yfir samtals skoruð stig en hann komst upp fyrir Michael Jordan á síðustu leiktíð.

Það er ljóst að mikill sjónarsviptir verður af þessum hágæða leikmanni, sem má þó muna sinn fífil fegurri og í því ljósi er ákvörðun hans skiljanleg. Hann er í raun kominn á endastöð og veit það sjálfur.

Við skulum því njóta þess að fylgjast með honum í vetur og ekki spillir fyrir að geta litið yfir farinn veg og séð topp 10 ,,highlights" af ferli þessa frábæra leikmanns


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir