Southampton náði stigi á Etihad-vellinum

Claude Puel og Pep Guardiola þakka fyrir leikinn

Manchester City og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Nathan Redmond kom Southampton yfir á 27. mínútu eftir varnarmistök John Stones. Heimamönnum tókst ekki að jafna leikinn í fyrrihálfleik þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir. Southampton leiddi því leikinn í hálfleik.  Það tók heimamenn hinsvegar ekki nema tíu mínútur að jafna leikinn í síðari hálfleik.  Kelechi Iheanacho skoraði markið.  

Manchester City er aftur komið í fyrsta sæti deildarinnar með 20 stig, þó jafnir Arsenal og Liverpool sem eru með eins mörg stig. Southampton situr í 8. sæti með 13 stig eftir leik dagsins.

 

 




Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir