Flýtilyklar
Spútnik lið ársins
Það er óhætt að segja að spútnik liðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu þetta árið sé Leicester city, eða Refirnir eins og þeir eru kallaðir. Það er með ólíkindum að hugsa til þess að þetta lið hafi vermt botnsætið í deildinni í apríl í fyrra. Nei, ég tek þetta til baka. Það er með ólíkindum að þetta sama lið situr nú á toppi deildarinnar eftir sigur á Newcastle á laugardaginn var. Ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri, oft nefndur "fálkinn" tók við liðinu í sumar. Gengi liðsins undir hans stjórn hefur verið framar björtustu vonum stuðningsmanna liðsins. Leicester city hefur aðeins tapað einum leik af þeim 13 sem búið er að spila á tímabilinu. Aðalframherji Refanna, Jamie Vardy hefur verið óstöðvandi undanfarið. Hann bara getur ekki hætt að skora. Hann er nú búinn að skora í 10 úrvalsdeildarleikjum í röð og hefur þar með jafnað met sem Ruud Van Nistelroy setti árið 2003; þá leikmaður Manchester United. Vardy er hins vegar eini leikmaðurinn sem hefur tekist þetta á sama tímabilinu. Nistelrooy skoraði í 10 deildarleikjum í röð frá mars 2003 til ágúst sama ár og náði sú atrena því yfir tvö tímabil. Um næstu helgi gæti Jamie Vardy slegið metið þegar Leicester fær, einmitt Manchester United í heimsókn.
Vardy þarf hins vegar að bæta við tveimur mörkum ef hann ætlar að jafna metið fyrir efstu deild á Englandi frá upphafi. Jimmy Dunne skoraði í 12 deildarleikjum í röð, tímabilið 1931-32, en það var áður en úrvalsdeildin (premier league) var stofnuð 1992. Dunne lék fyrir Sheffield United þegar honum tókst bragðið.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir