Styrkleikaflokkarnir fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 tilbúnir

Mynd: Jonas Ekströmer/TT

Undankeppni fyrir Evrópumótið í knattspyrnu 2016 kláraðist í kvöld með tveimur umspilsleikjum. Um er að ræða viðureign Danmerkur og Svíþjóðar sem fór fram í Kaupmannahöfn og viðureign Slóveníu og Úkraínu sem átti sér stað á Stadion Ljudski Vrt leikvanginum í Maribor, höfuðborg Slóveníu. Zlatan Ibrahimovic fór fyrir sínu liði en hann skoraði bæði mörk Svía sem gerði 2-2 jafntefli Dani. Svíþjóð vann viðureignina samanlagt 4-3 og fer því í lokamót Evrópumótsins næsta sumar í Frakklandi á kostnað Danmerkur. Í hinni viðureign kvöldsins fór Úkraína áfram með því að gera 1-1 jaftefli í Marbor, þar sem Andriy Yarmolenko skoraði á lokasekúndum leiksins eftir að Bostjan Cesar hafði komið Slóvenum yfir snemma leiks. Úkraína vann fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram á lokamótið næsta sumar eftir samanlagðan 3-1 sigur. Írland og Ungverjar höfðu fyrir þegar tryggt sér sæti á mótinu í hinum umspilsleikjunum og því er ljóst hvaða 24 þjóðir taka þátt á EM í frakklandi árið 2016. Draga á í riðla fyrir EM þann 12. desember í París og er UEFA er búið að gefa út styrkleikaflokka fyrir dráttinn en þeir hljóma svona

 

1. Styrkleikur: Frakkland, Spánn, Þýskaland, England, Portúgal og Belgía

2. Styrkleikur: Ítalía, Rússland, Sviss, Austuríki, Króatía og Úkraína 

3. Styrkleikur: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland

4. Styrkleikur: Tyrkland, Írland, Ísland, Wales, Albanía og Norður-Írland

 

Ísland gæti því lent í dauðariðli með Tékkum, Ítölum og heimsmeisturum Þjóðverja. Það er draumi líkast að Íslendingar séu meðal þáttakenda á EM og ekki hægt að gera kröfu á að við komumst langt á okkar frumraun í mótinu. Það má engu að síður gera sér von um draumariðil með Frakklandi, Úkraínu og Svíþjóð en markmið mótsins verður klárlega að reyna að koma ekki stigalausir heim. Það verður því engu að síður spennandi að fylgjast með dráttinum í riðlakeppnina sem fer fram eins og áður sagði, í París þann 12. desember.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir