Tveir Íslendingar í undanúrslitum á EM

Magnús Ingi Ingvarsson

Þeir Egill Hjördísarson og Magnús Ingi Ingvarsson eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti áhugamanna í MMA.  Magnús Ingi hefur nú unnið þrjá bardaga á jafn mörgum dögum.  Hann kláraði nú síðast Rússann Ziid Sadailu með hengingu í fyrstu lotu.

Þrír aðrir Íslendingar hafa nú þegar fallið úr keppni. Björn Þorleifsson vann á frábæru rothöggi  í millivigt í gær en í dag varð hann að sætta sig við tap gegn ríkjandi meistara, Rostem Akman sem vann bardagann í fyrstu lotu.

Austurríkismaðurinn Florian Aberger sigraði Hrólf Ólafsson í millivigt. Var það tæknilegt rothögg sem réði úrslitum strax í fyrstu lotu.

Dagmar Hrund Þorleifsdóttir barðist í fyrsta skiptið í MMA þegar hún mætti Anette Österberg frá Finnlandi.  Kepptu þær í fluguvigt. Dagmar tapaði eftir tæknilegt rothögg frá Anette í fyrstu lotu

Magnús og Egill keppa í undanúrslitum á morgun.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir