Ívar Arnþórsson, upprennandi listamaður

Ívar Arnþórsson

Landpósturinn náði tali af listamanninum Ívari Arnþórssyni sem nýverið hélt sýningu á verkum sínum í gallerý Artíma á Skúlagötu.

Ívar er fæddur árið 1985 og stundaði fornám í listum við myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist af teiknideild við myndlistaskólann í Reykjavík á þessu ári.

Hefur það alltaf verið draumur þinn að gerast listamaður?

Nei, þegar ég var yngri og var spurður að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þá var ég ákveðinn í að verða töframaður, því þá gæti ég töfrað að verða það sem ég vildi.

Hvenær kviknaði áhugi þinn á listum?

Strax sem barn, án þess þó að ég gerði mér grein fyrir því þá. Ég var sífellt teiknandi, semjandi ljóð og sögur og glamrandi á hljóðfæri. Ég byrjaði að semja tónlist sem unglingur og vann ljóðakeppnir og fleira. Ég hafði og hef aldrei haft áhuga á íþróttum, heimurinn minn snérist um tónlist, kvikmyndir og að teikna.

Hvert lá svo leiðin eftir skólann?

Stefnan var að fara í áframhaldandi nám erlendis í listaskóla, en ég ákvað að taka mér smá pásu til að gefa mér tíma til að finna rétta skólann sem hentar mér. Ég var svo heppinn að fá vinnu í bíómyndum að mála sviðsmynd núna í sumar. 

Tengist þá ekki sú vinna því sem þú hefur verið að gera ?

Já heldur betur, þetta er rosalega krefjandi starf en mjög skemmtilegt. 

Hefur þú einhverntíman hugsað þér að gera eitthvað allt annað?

Jú, oft hef ég hugsað það, en ég held að ég myndi ekki þrífast í öðru en þessu, ég er svo heppinn að hafa fundið mína hillu í lífinu.

Hvernig myndir þú lýsa og túlka stílnum þínum?

Ég þoli ekki þegar fólk spyr eða reynir að túlka verkin mín, þau þurfa ekkert endilega að þýða neitt. Fólk getur túlkað þau eins og það vill. Ég vill ekki vera negldur við einhvern ákveðinn stíl enda eru verkin mín mjög fjölbreytt og ef það nær til fólks er það frábært.

 

Ívar hefur gert tvær bækur, samið fjöldann allan af lögum t.d. fyrir tískusýningar og auðvitað ógrynni af teikningum og málverkum

Hér fyrir neðan má sjá nokkur verk eftir þennan efnilega listamann: Myndir frá sýninguni í gallerí Artíma: 


Mynd úr einni af bókunum hans: Hér er hægt að skoða fleiri myndir eftir Ívar: http://herbertmarrow.tumblr.com/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir