Jafnrétti ennţá mest á Íslandi

 

Samkvćmt nýjum lista Alţjóđaefnahagsráđsins, eđa World Economic Forum, er Ísland ţađ land sem jafnrétti kynjanna er hvađ mest. Mun ţetta vera í sjötta sinn sem Ísland situr í efsta sćtinu en fast á hćla Íslands fylgja svo Finnland, Noregur og Svíţjóđ. Danmörk rekur svo lestina af Norđurlöndunum, en Danir eru í áttunda sćti á listanum.

Alţjóđaefnahagsráđiđ tekur árlega saman skýrslu ţar sem ríkjum heims er rađađ upp međ tilliti til stöđu jafnréttismála í hverju landi. Litiđ er til ýmissa hluta sem snerta jafnrétti kynjanna eins og ađgangi ađ heilbrigđisţjónustu, ađgengi ađ menntun, ţátttöku í stjórnmálum og efnahagslegri stöđu. Međ efnahagslegri stöđu er međal annars átt viđ ţćtti eins og launajafnrétti, atvinnuţátttöku, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja međal stjórnenda og sérfrćđinga.

Ýmislegt má tína fram sem ástćđu ţess ađ Ísland trónir á toppnum og má í ţví samhengi nefna almenna stjórnmálaţátttöku kvenna hér á landi ásamt mikilli atvinnuţátttöku. Ţađ sem hins vegar er taliđ gera ađ verkum ađ Ísland telst vera lengra komiđ í jafnréttismálum en hin Norđurlöndin eru lög um fćđingarorlof hér á landi, en feđur hér eiga ţrjá mánuđi í fćđingarorlof sem ekki er hćgt ađ fćra yfir á móđurina. Ţetta gerir ţađ ađ verkum ađ íslenskir feđur taka út um ţađ bil 30 % af fćđingarorlofi á móti mćđrum, en ţađ er hćrra hlutfall en á hinum Norđurlöndunum.

Neđst á lista Alţjóđaefnahagsráđsins eru svo lönd ţar sem afar langt virđist vera í land hvađ kynjajafnrétti varđar, en ţađ eru lönd eins og Sýrland, Tchad, og Pakistan. Neđst á listanum, í sćti 142, er svo Jemen sem telst vera ţađ land ţar sem ójafnrétti kynjanna er hvađ mest.

 

Skýrsla Alţjóđaefnahagsráđsins: http://reports.weforum.org/global-gender-gap-report-2014/

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir