Jafnréttisbaráttan

Jafnrétti! (Mynd: Velferðarráðuneytið)
Það eru engin teikn um það að karlar muni auknum mæli sækja í hefðbundin kvennastörf í framtíðinni. Hins vegar bentir margt til þess að konur munu áfram sækja æ meira í karlastörf. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Önnu Elísa Hreiðarsdóttur á Jafnréttistorgi í síðastliðinni viku. Anna Elísa er lektor við kennaradeild HR og hefur í starfi sínu rannsakað stöðu karla í kennslu og þá sér í lagi við leikskóla. Erindi hennar bar yfirskriftina Borgar sig að vera karlkyns eða er það bara plat?

“Jafnréttisbaráttan snýst ekki bara um að konur fái jafnrétti. Baráttan er umjafnrétti fyrir alla,” sagði Anna í erindinu og vísaði til þess ójafnvægis sem er í umræðunni um jafnrétti kvenna annars vegar og karla hins vegar. Hún benti jafnframt á að umræðan um bága stöðu karla á mörgum sviðum hefði dalað á undanförnum árum.

“Það er mikilvægt að við séum meðvituð um hvert sé gjald karlmennskunnar. Það eru nefnilega fjölmörg atriði sem sýna að það borgar sig ekki að vera karlmaður,” sagði Anna og benti á fjölmargar rannsóknir máli sínu til stuðnings.

“Dánartala stráka á aldrinu 15 til 19 ára tvöfallt hærri en stelpna og á aldrinum20 til 24 er hún þrefalt hærri. Drengir eru 70% þeirra sem þurfa sérkennslu í grunnskólum, þeir eru um 65% gesta á unglingaheimilum ríksins og þeir eru 86% þeirra sem lenda undir eftirliti lögreglunnar. Slysa- og sjálfsmorðstíðni karla margfallt hærri en kvenna. Félagsleg og tilfinningaleg staða þeirra er oft verri og þeir eru líklegri til þess að búa við félagslega einangrun. Mun færri feður hafa forsjá með börnum sínum eftir skilnað. Þeir eru líklegri til þess að misnota áfengi of fíkniefni. Og nú er svo komið að karlmenn eru líka í miklum minnihluta nemenda við háskóla landsins,” sagði Anna Elísa.

Rætnir fordómar
“Það er mikið rætt um þá fordóma sem konur mæta þegar þær vinna á hefðbundum karlavinnustöðum. Við getum hins vegar skipt út orðinu kona og sett inn karl í staðinn og lýsingarnar eiga jafnvel við eftir sem áður,” sagði Anna, en auk hefðbundinna fordóma um kynjahlutverkinn þá geti fordómar gagnvart körlum í kennarastöðum verið enn alvarlegri.

“Ég hef gert fjölmargar rannsóknir á körlum sem eru kennarar á leikskólum. Meðal þess sem hefur komið fram í þessum rannsóknum er að þeir eru taldirvera öfuggar, brjálaðir eða ræflar. Þá er mjög algengt að fólk álíti þá vera samkynhneigða, skrítna eða svo heimska að þeir ráði ekki við annað nám,” sagði Anna Elísa.

Reynsla kveikti áhugann
Anna Elísa segir áhuga sinn á stöðu karla á leikskólum eiga sér persónulegar rætur. “Eiginmaður minn ákvað að leggja starf sitt við tölvur á hilluna og gerast leikskólakennari. Viðbrögðin sem þessi ákvörðun hans vakti komu flatt upp á mig og það hófst atburðarás sem mig grunaði ekki að gæti farið af stað. Fordómar vina og fjölskyldu voru slíkir að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.

Þessi reynsla átti stóran þátt í því að ég ákvað að rannsaka stöðu karla á leikskólum,” sagði Anna Elísa, en niðurstöður rannsókna hennar staðfestu hennar eigin reynslu. “Fordómarnir eru miklir. Þeir eru bæði leyndir og ljósir,meðvitaðir og ómeðvitaðir. Það sem verra er það bendir ekkert til þess að þeirfari dvínandi. Það er lítið sem ekkert verið ræða þessi mál og það kannski helsta áhyggjuefnið.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir