Jarðskjálfti á Ítalíu

Að minnsta kosti  150 manns létu lífið og um 1500 manns slösuðust í jarðskjálftanum sem varð aðfaranótt mánudags í bænum L'Aquila á Ítalíu. Haldið er að yfir 100 þúsund manns hafi misst heimili sín í jarðskjálftanum.
Á svona stundum verður oft venjulegt fólk að hetjum.
2 ára gömul stúlka lifði jarðskjálftann af vegna þess að mamma hennar notaði líkama sinn sem skjöld yfir litlu stúlkuna. Móðirin lét lífið, en litlu stelpunni var bjargað úr rústunum af slökkviliðsmönnum og hún send á sjúkrahús.
Mikið af fólki var fast undir húsarústum og var þannig í nokkra klukkutíma áður en hjálpin kom.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir