Jarðskjálfti úti við Eyjafjarðarmynni

Snarpur Jarðskjálfti á bilinu 2,5 til 3,3 mældist úti fyrir Eyjafjarðarmynni klukkan sex mínútur yfir tíu í kvöld. Skjálftinn fannst á mælum um allt land og fólk fann fyrir honum víða við norðanverðan Eyjafjörð. 

Landpóstur hafði samband við þrjá einstaklinga á Akureyri til að athuga viðrbrögð, en enginn þeirra hafði orðið var við skjálftann. Hins vegar varð vart við skjálftann á Tjörn í Svarfaðardal, sem og í Sæplasti vestar á Dalvík eftir nánari eftirgrennslan, en einungis um smávægis titring að ræða á báðum stöðum.

Fimm mínútum eftir þennan skjálfta reið annar yfir á svipuðum slóðum en hann var minni en sá fyrri.

Einnig urðu Snarpir skjálftar á suðvesturhorni landsins rétt um klukkan eitt í nótt. Sá fyrri um hálf eitt reyndist vera á um 3,7 á Richter og sá síðari um 3,9 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælingum. Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir