Jóga er frábært!

Jafnvel fílar iðka jóga!

Já það má nú segja.  En það er einhvern veginn svo svakalega erfitt að drífa sig af stað, en svo þegar ég er loksins komin á staðinn þá hugsa ég, hvernig stóð á því að ég er ekki löngu, löngu farin eða byrjuð á þessu.

 

Eins og áður hefur komið fram á Landpóstinum, þá eru KA-menn með verkefni sem er ókeypis heilsurækt fyrir alla.  Þetta er alveg sérstakt og ég ætlaði sko aldeilis að skoða þetta, en ég var eitthvað annað að gera fyrstu dagana sem þetta var og það varð ekkert úr því að ég færi, þá dróst þetta og dróst.  En nú er ég loksins byrjuð, ég er búin að fara nokkrum sinnum og það batnar bara með hverju skiptinu sem ég mæti, þegar ég er farin að stunda jóga þá gengur allt betur.  Ég dreif mig svo í aftur dag og eins og áður segir þá var þetta alveg æðislegt og ég vildi að ég hefði farið strax.  Það var þétt skipaður salurinn, uppi, í KA-heimilinu þegar ég mætti - ég má sem sagt vera miklu fyrr á ferðinni, svo að ég fái gott pláss!  Þarna voru mættar fimmtíu konur, allar í þessum sama tilgangi að eiga góða stund, fá aukinn styrk og liðleika, slaka svolítið á og beina huganum inn á við.  Það er hverju orði sannara að þetta var alveg dýrðleg klukkustund sem ég átti þarna og væri kannski að æra óstöðugan að segja fleirum frá þessu, því að ekki held ég að  pláss sé fyrir mikið fleiri, nema þá að skipta tímanum einhvern veginn.    Anna Dóra Hermannsdóttir, jógakennari frá Dalvík, sér um þessa tíma.  Hún sagði að í byrjun ætluðu þau að sjá til svona í mánuð hvort einhverjar konur myndu koma, en í fyrsta tímann mættu rétt um þrjátíu konur og svo hefur þeim verið að fjölga jafnt og þétt og flestar hefðu þær verið fimmtíu og sjö.  Hún hélt að þetta væri komið til að vera. 

Þetta er alveg frábært framtak hjá þeim KA-mönnum að bjóða yfirleitt upp á svona lagað.  Þökk sé þeim.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir