Jóhann Ţórhallson í Ţór

Jóhann í leik međ KA gegn ţór
Jóhann Þórhallson hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Þór og skrifað þar undir tveggja ára samning. Jóhann hefur verið orðaður við heimkomu norður undanfarin ár en það virðist hafa gengið frekar illa að sannfæra hann um að koma þar til nú. Fréttir bárust síðasta sumar að Fylkir hefði samþykkt tilboð Þórs í Jóhann en þá gengu samningaviðræður ekki upp og Jóhann hélt áfram að spila fyrir Fylki út síðasta tímabil.

Jóhann er uppalinn Þórsari en eftir stutt stopp í KR árin 1999 og 2000 kom hann aftur í Þór og fór hamförum þar næstu þrjú árin og skoraði 38 mörk í 44 deildarleikjum. Samkvæmt heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands er Jóhann með allt í allt 94 mörk í 221 meistaraflokksleik með KR, Þór, KA, Grindavík og Fylki. Það er því ljóst að hér er á ferð reynslumikill knattspyrnumaður sem gæti reynst Þórsurum mikill liðstyrkur næsta sumar í efstu deild.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir