Jóhanna sigurvegari Biggest Loser Íslandi

Jóhanna sigurvegari Biggest Loser Íslandi

Jóhanna vó 126,2 kíló þegar byrjað var að taka upp þættina í september 2013. Núna, í apríl 2014 hefur hún misst 52,9 kíló og er því 73,3 kíló. Í verðhlaunarfé hlaut Jóhanna tvær milljónir króna. Í öðru sæti var Anna Lísa Finnbogadóttir en litlu munaði á sigursætinu. 

Í upphafi þáttarins voru keppendurnir 12 talsins en voru kosnir til þess að fara heim eftir því sem á leið. Á meðan upptökum stóð bjuggu keppendur á Ásbrú og stunduðu þrotalausar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Þetta er í fyrsta skipti sem að Biggest Loser hefur göngu sína á Íslandi en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og Ástralíu. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir