Jól í skókassa

,,Jól í skókassa” er alţjóđlegt verkefni sem vinnur ađ ţví ađ fá einstaklinga á öllum aldri til ađ gleđja börn sem lifa viđ fátćkt, sjúkdóma og mikla erfiđleika. Gleđigjafarnir eru ađ ţessu sinni í formi jólagjafa en ţćr eiga ađ sýna kćrleik Guđs í verki. Jólagjafirnar eru einfaldlega settar í skókassa en mćlt er međ ţví ađ ákveđnir hlutir séu í skókössunum svo ekki verđi of mikill mismunur á jólagjöfum barnanna.

Verkefniđ hefur fengiđ góđar viđtökur en fyrir jólin 2004 ákvađ hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK ađ láta reyna á verkefniđ hér á Íslandi. Söfnunin gekk vonum framar en alls söfnuđust rúmlega 500 skókassar ţađ áriđ.  Verkefniđ hélt síđan áfram ađ spyrjast út og varđ ţví afraksturinn enn meiri áriđ 2005, eđa alls 2600 skókassar. Sú tala hefur síđan tvöfaldast en undafarin ár hafa borist í kringum 5000 gjafir.

Skókassarnir sendir til Úkraínu

Skókassarnir eru ár hvert sendir til Úkraínu en ţar búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er mikiđ í Úkraínu og ríkir ţví mikil örbirgđ á ţví svćđi sem jólagjöfunum er dreift. Íslensku skókassarnir fara ţví m.a. til munađarlausra barna, barna einstćđra mćđra sem búa viđ sára fátćkt  sem og veikra barna á barnaspítulum landsins.

Tekiđ er á móti skókössunum í húsi KFUM og KFUK viđ Holtaveg 28 alla virka daga kl. 9:00-17:00 en síđasti skiladagur verkefnissins er laugardagurinn 14. nóvember 2015 kl. 11:00 – 16:00. Athuga ţarf ađ ţeir sem eru búsettir utan höfuđborgasvćđisins ţurfa ađ hafa ţađ í huga ađ sendir kassar ţurfa ađ hafa borist fyrir 15. nóvember.

Inn á heimasíđu kfum.is er hćgt ađ finna upplýsingar um hvernig best er ađ ganga frá skókassanum, hvađ sé ćskilegt ađ skókassinn innihaldi og hvađ megi ekki fara í skókassann.

Einnig er gaman ađ hafa ţađ í huga ađ láta mynd ásamt nafni og heimilsfangi og/eđa netfangi fylgja međ efst í skókassanum. Ţađ gefur viđtakanum möguleika á ađ setja sig í beint samband viđ sendandan og dýrmćt vinátta gćti orđiđ til.

Hćgt er ađ fá nánari upplýsingar á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eđa međ ţví ađ senda tölvupóst á jol@skokassar.net. Einnig er verkefniđ komiđ međ Facebooksíđu en hćgt er ađ finna ţađ undir nafninu: Jól í skókassa.

En eins og stendur á heimasíđu verkefnisins: ,,Međ ţínu framlagi tryggir ţú ađ barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem fćrir ţví gleđi, von og hinn raunverulega bođskap jólanna, kćrleika Jesú Krists.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir