Jólageitin brann í nótt

Skjáskot úr öryggismyndavél IKEA

Tilkynning barst til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um fjögurleytið í nótt, en Geitin brann nánast til kaldra kola á svipstundu.
Í tilkynningu frá IKEA segir; „Skemmd­ar­varg­ar kveiktu í jóla­geit IKEA í nótt og er hún gjör­eyðilögð. Fólkið var elt uppi, fyrst af ör­ygg­is­verði IKEA og svo tók lög­regl­an við og náði fólk­inu loks við Bú­staðaveg í Reykja­vík. Tjónið er vel á aðra millj­ón króna og verða skemmd­ar­varg­arn­ir krafðir bóta. Enn hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um hvort geit­in rísi á ný, enda er það bæði kostnaðarsamt og tíma­frekt. Það er sorg­legt að skemmd­arfýsn sumra sé slík að eng­in virðing sé bor­in fyr­ir eig­um annarra. Fólkið í nótt kom í þeim eina til­gangi að skemma og á nú yfir höfði sér kæru,“.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir