Jólamánuðurinn á Akureyri

visitakureyri.is

Nú er farið að styttast í jólin og margir farnir að huga að jólaundirbúningi enda einungis 36 dagar til jóla. Farið er að sjást í jólaskraut bæjarbúa ásamt því að búið er að setja jólaskraut við ýmsar götur bæjarins, Glerártorg er einnig komið í jólabúninginn.

Aðventuævintýri á Akureyri er árlegur viðburður á Akureyri , sem hefst á laugardegi fyrir fyrsta í aðventu, sem er í ár 30.nóvember . Það hefst með því að ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi eru tendruð. Það tré er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýrið stendur fram að jólum en þar má finna ýmsa afþreyingu má þar nefna tónleika, bókaupplestur, jólamarkaði, miðbæjarstemmningu svo dæmi séu tekin, allt til þess að koma bæjarbúum í jólaskapið. .

Mikið verður um að vera í desember í Hofi þar verður til að mynda ýmsir jólatónleikar.

Demember dagskrá Hofs er eftirfarandi:

1.desember.  Útgáfutónleikar plötunnar Húmor að kveldi. Þar munu Erna Hrönn og Pálmi Siguhjartason spila lög af plötunni. Gestasöngvari verður svo Magni Ásgeirsson.

7.desember. Tónleikarnir Gleði og friðarjól. Þar verða fluttar jólaperlur af Pálma Gestsyni og gestum. Gestir kvöldsins verða Ragnheiður Gröndal og Kammerkórinn Hymnidia.

13. og 14.desember. Jólatónleikar Baggalúts.

19.desember. Uppistand Hugleiks  - Djókaín.

21.desember. Þorláksmessutónleikar Bubba.

22.desember. Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Sjálfsprottin Spévísi.

 

Einnig verður mikið um tónleika á Græna Hattinum enn þar koma fram:

6.desember. Ojba Rasta.

7.desember. Mammút.

13.desember. Drangar.

20.desember. Sigríður Thorlacíus.

21.desember. Hjaltalín.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir