Jólastjarnan 2012

Margrét Stella ásamt Gunna úr dómnefnd

Söngkeppnin Jólastjarnan var haldin á dögunum en um er að ræða keppni sem Björgvin Halldórsson stóð nú fyrir annað árið í röð.

Börn allt að 16 ára syngja fyrir dómara sem velja svo að lokum eitt barn til að koma fram á Jólatónleikum Björgvins. Á þriðjudaginn voru úrslitin kynnt í Íslandi í dag, en þar hefur verið fylgst með söngprufunum. Margrét Stella Kaldalóns 12 ára, stóð uppi sem sigurvegari í ár og mun hún því koma fram á tónleikunum 15. desember. Björgvin og kynnar keppninnar heimsóttu hana í Hagaskóla þar sem hún stundar nám, og sögðu henni tíðindin. Fréttirnar virtust koma henni skemmtilega á óvart en hún var að vonum mjög ánægð. Í upphafi voru þátttakendur 500 börn talsins, en þau sendu inn myndband af sér þar sem þau sungu lag að eigin vali. Tíu börn sungu svo til úrslita fyrir framan dómnefnd sem var skipuð þeim Diddú, Björgvini, Þórunni Antoníu söngkonu og Gunnari Helgasyni leikara. Börnin tíu hafa nú öll þegar sungið inn á plötu sem gefin verður út fyrir jólin.

Hér má sjá myndband af heimsókninni í Hagaskóla:

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA4423EC1-D95E-4A1E-B1D4-4D3216EA64EF


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir