Justin Timberlake með tónleika á Íslandi

Hugsanlegt er að tónlistarmaðurinn Justin Timberlake sé væntanlegur til Íslands næstkomandi sumar til þess að halda tónleika.

Justin Timberlake er þessa dagana að fylgja eftir nýrri breiðskífu sinn The 20/20 Experience og samkvæmt heimildum Landpóstsins er verið að vinna að því að hann haldi eina tónleika hér á landi í sumar. Ekki er vitað nákvæmlega hvar eða hvenar tónleikarnir myndu verða en hann mun vera á tónleikaferðalagi um Evrópu frá lokum mars og fram í júní og eru síðustu staðfestu tónleikarnir í London þann 10. júní. Ekki er ólíklegt að verið sé að skoða þann möguleika að hann komi við á Íslandi áður en tónleikaferðalagið flyst aftur yfir til Bandaríkjanna þar sem hann mun halda tónleika þann 12. júlí.

Þetta eru stórfréttir fyrir íslenska tónlistaáhugamenn þar sem það er ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessari stærðargráðu koma til landsins. Justin Timberlake er án efa eitt stærsta nafnið í poppheiminum í dag og hefur unnið til flestra tónlistarverðlauna sem hægt er að vinna. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvort samningar takist en það mun væntanlega koma í ljós á allra næstu vikum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir