Kaleo spilaði fyrir fullu húsi á Akureyri

Nýjasta plata Kaleo
Hljómsveitin Kaleo spilaði fyrir fullu húsi á Græna hattinum 25. janúar síðastliðinn. Hljómsveitin sem hefur verið að afla sér mikilla vinsælda kemur frá Mosfellsbæ og eiga bjarta framtíð fyrir sér. Kaleo sem áður hét Timburmenn skipa 4 meðlimi þá Jökul, Daníel, Davíð og Rúbín. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof fyrir framistöðu sína á tónleikum síðustu mánuði. Þeir hafa spilað á hinum ýmsu stöðum um allt land og meðal annars á Akureyri síðustu helgi.

Gestir staðarins áttu í miklum vandræðum að finna sér sæti á Græna hattinum vegna fjölda fólks. Græni hatturinn sem er til húsa á Hafnarstræti á Akureyri er gríðarlega vinsæll tónleika staður. Margar af vinsælustu hljómsveitum landsins hafa spilað á Græna hattinum í gegnum árin og miðað við dagskrá staðarins má segja að það haldi áfram um ókomandi ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir