Karen Millen vs. Kaupþing

Karen Millen og fyrrverandi eiginmaður hennar Kevin Stanford eiga nú í málarekstri gagnvart þrotabúi Kaupþings.

En þannig vill til að Stanford hóf á sínum tíma samstarf við Kaupþing og Baug þar sem Stanford eignaðist 8 % í Baugi og 4% í Kaupþing, einnig eignaðist hann hluta í nokkrum öðrum íslenskum fyrirtækjum.  Átti Baugur að lokum meirihlutann í Karen Millen verslununum og þegar bankarnir hrundu þá tapaði Stanford meirihluta fjárfestinga sinna og er talin skulda Kaupþingi rúmlega 50 milljarða Íslenskra króna.

Karen Millen sagði í viðtali við breska dagblaðið The Guardian að hún muni ekki unna sér hvíldar fyrr en hún hafi náð fullkomnum yfirráðum yfir verslannakeðjunni aftur. Hún hefur verið vöruð við því að að ef hún opnar nýjar verslanir undir nafninu „ Karen“ eða „KM“ sé hún að brjóta lög, en Millen er samt staðráðin í því að hefja störf aftur í tískubransanum.

Millen segist vera slegin yfir því sem fram hefur komið um starfsemi og starfshætti Kaupþings og að hennar mati sé það rangt að banki geti þóst eiga fjármuni, falsað reikninga og nota viðskiptavini sína í þeirra eigin þágu.

Millen og Stanford eru talin vera leiksoppar stjórnenda Kaupþings og hvorug þeirra eru talin hafa aðhafst nokkuð ólöglegt.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir