Kastađi skó í skókastara

Skór verđa sífellt vinsćlla vopn hjá blađamönnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Íraski blaðamaðurinn Muntazer al-Zaidi komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hann kastaði skó í átt að George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Al-Zaidi komst svo að því í gær hvernig það er að verða fórnarlamb skókasts, þegar hann var sjálfur grýttur með skó á blaðamannafundi í París.

Al-Zaidi var staddur í París að kynna nýútgefna bók sína sem fjallar um fórnarlömb hersetu Bandaríkjamanna í Írak. Skyndilega stendur einn blaðamaðurinn upp, tekur af sér skóinn og öskrar í átt að Al-Zaidi: „hér er annar skór fyrir þig!”

Al-Zaidi var snöggur að víkja sér frá skónum fljúgandi, sem hafnaði á hátalara sem stóð á bak við hann.

Skókastarinn var þá fjarlægður af fundinum.

Hér má svo sjá myndband af atburðinumAthugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir