Katrín Tanja og Björgvin Karl Íslandsmeistarar í Crossfit

Ragnheiður Sara, Katrín Tanja, Þuríður Erla

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015. Reebok Throwdown 2015 fór fram um helgina og var spennan fyrir lokadaginn mikil. Lokagreinarnar og verðlaunaafending fór fram í Digranesinu í dag.

Björgvin Karl úr Crossfit Hengli hafði fyrir daginn í dag, tólf stiga forystu og hélt hann forystunni og vann sinn flokk þrátt fyrir að hafa ekki unnið neinar greinar í dag. Björgvin Karl endaði með 818 stig, næstur á eftir honum kom Jakob Daníel Magnússon úr Crossfit Hafnafirði með alls 805 stig og í þriðja sæti lenti Árni Björn Kristjánsson úr Crossfit XY, með alls 725 stig.

Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir úr Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi forystuna fyrir daginn í dag og hélt henni áfram. Katrín Tanja vann með fimmtán stiga mun en hún hlaut alls 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnesjum tók annað sætið með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport lenti í þriðja sæti með 842 stig.

Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson Íslandsmeistari 2015
Katrín Tanja Davíðsdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir Íslandsmeistari 2015

Í karlaflokki 35 – 39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri í fyrsta sæti með 476 stig. Í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir úr Crossfit Sport, sem vann með alls 482 stig.
Í flokki 40 – 44 ára var það Harpa Melstað úr Crossfit Hafnafirði sem vann í kvennaflokki með 482 stig. Hjá körlunum var það Evert Víglundsson úr Reebok Crossfit Reykjavík sem tók fyrsta sætið með 494 stig.

Í flokki 45 – 49 ára stóð Guðjón Arinbjörnsson úr Crossfit XY, uppi sem sigurvegari með 382 stig og í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri, sem vann með 294 stig.

Í flokki 50+ voru þrír keppendur kvennamegin og var það Ingibjörg Gunnarsdóttir úr Crossfit Sport sem fór með sigur af hólmi með alls 400 stig. Einnig voru þrír keppendur karlamegin en þar vann Benedikt Hálfdánarson einnig úr Crossfit Sport, með 388 stig. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir