Katy Perry komin með kærasta?

Myndin sem Giabiconi setti á Twitter-síðu sína

Það er fyrirsætan Baptiste Giabiconi sem hefur nú tjáð sig í viðtali við breska blaðið Grazia um ást sína á Katy Perry. En hún skildi við Russell Brand í lok síðasta árs.

Giabiconi sagði í viðtalinu að hann sæi ekki sólina fyrir Katy og að hún hefði allt sem karlmaður gæti óskað sér, hún væri frábær stelpa, falleg, klár og hæfileikarík. Einnig setti Giabiconi rómantíska mynd af sér og Perry á Twitter síðu sína um daginn og Perry mótmælti engu þegar sú mynd birtist.

Söngkonan hefur þó ekki viljað tjá sig nánar um þetta mál en eins og fyrr kom fram skildi hún við leikarann alkunna Russel Brand í lok síðasta árs eftir einungis 14 mánaða hjónaband. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir