Kaupmannahöfn vinsælasti áfangastaður Íslendinga

Nýhöfn í Kaupmannahöfn
Íslendingum þykir gaman að ferðast en spurningin hvert eru allir að fara? Í dag kom frétt frá vefsíðunni turisti.is að það Kaupmannahöfn sem flestir landsmenn ferðast til.


Túristi.is sendi frá sér frétt í dag með lista yfir þau lönd sem Íslendingar sækja einna helst til þegar þeir fara til útlanda. En þetta er byggt á lista sem Isavia gaf út um hvert flest flug væru frá Keflavíkur flugvelli, samkvæmt honum fara flestir til Kaupmannahafnar en í öðru sæti er London svo Osló en á eftir þeim eru svo flug til Ameríku, til Boston og New York. Greinilega aðsókn er á þessa staði meðan við aðra frá Íslandi en flogið er oft á dag til Kaupmannahafnar og virðist vera þörf á því allavega eins og staðan er núna því ekki eru þessar flugvélar að fljúga yfir hafið tómar. Fróðlegt verður að svo að sjá hvernig þetta mun verða á næstu árum en mörg ný flugfélög hafa boðað komu sína til Íslands með fleiri og ódýrari áfangastaði eða að þjóðin haldi sig við hefðina og haldi áfram að kíkja í Tívólíið og á Strikið eins og hún hefur gert í svo mörg ár. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir