Kemur þú af fjöllum ?

Hverra hagsmuna ?

Svo er sagt um þá sem ekkert vita í sinn haus, eru undrandi á eitthvað eða um þá sem eitthvað kemur á óvart. Er fáfræði og heimska að drepa íslensku þjóðina ?

Ríkisstjórn Íslands hafði skoðun á því hvort Huang Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum eða allavega stöku ráðherrar sem höfðu kjark til að tjá sig um það hvort þeir vildu fá Kinnverja eða ekki. Þetta er greinilega mikið tilfinningamál fyrir marga og margar skoðanir á lofti og allir hafa rétt fyrir sér. Hvað er það sem mótar skoðanir fólks í þessu máli er ekki gott að segja oftar enn ekki eru teknar skoðanir annarra sem menn gera að sínum að óathuguðu máli og eigin skoðanamyndun fær ekki að njóta sín. Ekki er leitað að upplýsingum sem hægt er að setja hlutina saman í sögulegt samhengi hlutanna sem er ekki flókið mál í dag þar sem netið er til á öllum heimilum óritskoðað ennþá allavega.

    Það er ekki bara hér á landi þar sem Kínverjar eru að eigna sér land, land svo þeir geti gætt sinna hagsmuna á sínum forsendum, hér sem og í Afríku eða annars staðar. Því eitt er ljóst öllu upplýstu fólki í dag að það er harla ólíklegt að kínversku þjóðinni takist í náinni framtíð að tryggja öllum þegnum landsins nægt vatn og fæðu til framfærslu. Hver er ætlan Huang Nubo með hótel og golfvöll uppi 500-600 metra hæð yfir sjó að gera með þetta gríðar mikla flæmi lands til þess eins. Í þessari hæð yfir sjó er harla ólíklegt að spilað sé golf svo nemi þar sem sumarið er kannski ekki nema þrír mánuðir í mesta lagi þegar best lætur. Besta gras á golfvöll nær ekki að vaxa og dafna svo hægt er að spila golf á því í þessari hæð.

   Því ætti ekki að duga fyrir hann smá landsskiki fyrir eitt lítið hótel og golfvöll við það?. Það er vegna þess að Kínverjar eru að tryggja sína afkomu og gæta sinna hagsmuna í heimi þar sem er heimsvæðingin er á fullu, þar skipta fjarlægðir ekki máli þar sem hagsmunirnir eru þeim stærri og yfirsterkari.

   Árið 2006 fjallaði Spigel um að Kínverjar hefðu sett upp verksmiðju í stærstu Kínanýlendu Ítalíu þar sem farið var að framleiða Kínadrasl á Kínalaunum í Evrópu, undir fyrirsögninni  :Made in Italy at Chinese Prices. Vert er fyrir ykkur sem eru í háskólanámi að fræðast um þessi mál og hafa á þeim sterkar skoðanir, því þetta varðar lífsafkomu ykkar og barna ykkar í náinni framtíð. 

   Kannski verður til nýtt máltæki þegar eitthvað kemur mönnum á óvart eða í opna skjöldu: kemur þú frá Grímstöðum á Fjöllum.


Haraldur Helgason


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir