Kennari með smáreður sáttur með sitt

Typpastærðin getur verið viðkvæmt mál

Fólk er eins mismunandi og það er margt. Sumir eru til að mynda með smáreður (e.micropenis) en aðrir ekki. Í nýlegu viðtali sem birtist á dögunum í Science of Us, undirvef New York Magazine, er rætt ítarlega við breskan 51 árs gamlan enskukennara, varðandi hvernig það er að vera með svokallaðan smáreður.

Samkvæmt Science of Us flokkast getnaðarlimur undir það að vera smáreður ef hann er undir 7,62 cm í fullri reisn. Hver meðalstærð getnaðarlima er nákvæmlega ber heimildum ekki saman um en meðallengdin í fullri reisn er talin vera einhversstaðar á bilinu 10-18 cm.

Þar sem menn með smáreður telja aðeins 0,6% af öllum karlmönnum í heiminum mætti segja að þeir séu afar einstakir.

Beið lengi eftir fyrsta skiptinu

Maðurinn sem um ræðir var 12 ára þegar hann áttaði sig á því að getnaðarlimur hans væri minni en gengur og gerist. Allir strákarnir tóku breytingum þarna niðri á kynþroskaskeiðinu en ekki hann. Það var hinsvegar ekki fyrr en um miðjan áratug síðustu aldar að maðurinn fékk viðeigandi skýringu en þá skilgreindu læknavísindin hvað flokkaðist undir það að vera með smáreður. Eins og gefur að skilja tók það manninn nokkurn tíma að byggja upp kjarkinn til þess að stunda kynlíf en hann var hreinn sveinn til 23 ára aldurs.

„Stúlk­an sem ég var með í fyrsta skipti var mjög reynslumik­il og vissi hvað hún ætti að gera við mig; hún vissi hvað hún ætti að gera við það litla sem ég hafði upp á að bjóða,“ seg­ir maður­inn. „Ég var í sam­bandi með henni í næst­um ár en svo missti hún áhug­ann á að stunda kyn­líf með mér. Síðan eignaðist hún aðra kær­asta og gerðist að lok­um lesbía.“

Sjálfur segist maðurinn hafa stundað kynlíf með karlmönnum á sínum tíma en komst síðan að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki samkynhneigður. „Karl­menn létu mér frekar líða eins og ég væri skrít­inn held­ur en kon­ur. Þeir hlut­gerðu mig sem „gaur­inn með litla typpið“ og voru lík­legri til að niður­lægja mig. En maður get­ur í sjálfu sér notið niður­læg­ing­ar­inn­ar ef maður verður nógu brenglaður.“

Þá segist maðurinn gefa mikið af sér í samböndum og hvetji jafnvel maka sína til þess að leita annað til að fullnægja þörfum sínum. „Síðasti maki minn réð ekki við þetta. En ég kenni ekki typp­inu á mér um hvernig það fór. Þetta snérist um miklu meira en það. Hún réð ekki við sjálfs­fyr­ir­litn­ing­u mína, sem ég geri ráð fyr­ir að sé fram­leng­ing á lík­am­legu ástandi mínu.“

Að riðlast á rúminu mesta útrásin

Hefðbundið kynlíf er ekki í uppáhaldi hjá manninum en hann segist bæta konum það upp með því að veita þeim afburðar munngælur sem hann njóti vel að framkvæma. Auk þess er vandamál varðandi smokkastærðir en hann hefur ekki ennþá fundið smokk sem passar enda minni getnaðarlimur hans meira á batterí fremur en banana að hans eigin sögn. Í ljósi þess varar hann konur yfirleitt við áður en þær stunda kynlíf með honum.

Af skiljanlegum ástæðum eru almenningssalerni ekki vinsæl hjá manninum. „Það er ekk­ert verra en að vera í spreng, koma að þvag­skál­inni, þurfa að ná hon­um út og yfir föt­in áður en þú getur látið vaða. Stund­um ger­ist þetta á röng­um tíma­punkti og þá eru bux­urn­ar renn­blaut­ar.“ Hann segir öruggustu leiðina til að fyrirbyggja þetta að fara á klósett þar sem hægt er að setjast niður en það stendur ekki alltaf til boða.

Þrátt fyrir ýmis vandræði vegna getnaðarlimsins tekur hann fram að sjálfsfróun sé eitthvað sem hann njóti og stundi mikið. Þó fær hann ekki fullnægingu nema á 10-12 daga fresti þrátt fyrir að stunda sjálfsfróun þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Fyr­ir menn eins og mig snýst þetta frek­ar um að liggja á rúmi og nudda sér upp við það frek­ar en að nota hend­urn­ar. Staðalí­mynd­in af karl­manni að fróa sér með hend­inni, ég get alveg uppfyllt hana en það er bara ekki mjög þægi­legt í mínu tilviki. Svo ég geri það sem sum­ir kalla að riðlast á rúm­inu. Ef ég á að vera hrein­skil­inn þá er það mín eina sanna útrás.“

Í lok viðtalsins segir maðurinn um smáreður sinn „Ég hata ekki greyið litla typpið mitt, það er fínt í mín­um bók­um, en því kem­ur ekk­ert rosa­lega vel sam­an við restina af heim­in­um.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir