Kertamarkaður og opið hús

Jólakerti Hvestu - mynd Ingibj. Snorra
Hlutverk Hvestu hæfingarstöðvar er að tryggja starfsfólki með fötlun sambærilegt vinnuumhverfi á við aðra og að þeir njóti almennra lífsgæða.
Opið hús og jólagjafamarkaður er í dag föstudaginn 16. nóvember frá 15-17 í gamla pósthúsinu að Aðalstræti 18, Ísafirði, þar sem hæfingarstöðin Hvesta er til húsa.


Í samtali við Landpóstinn sagði Sif Huld Albertsdóttir forstöðumaður kertin vera framleidd af starfsmönnum hæfingarstöðvarinnar og eru tilvalin sem aðventukerti eða í jólapakkann, einnig eru hálsmen og armbönd til sölu sem starfsmenn gera og bara flott við jólafötin síðan erum við líka með þæfðar ljósaseríur í öllum litum, allt tilvalið í jólapakkann eða sem tækifærisgjafir.


Kertin eru í ýmsum formum, eins og jólatré eða jafnvel epli

Margir fallegir skartgripir tilvaldir til jólagjafa

Sif Huld segir ýmsa framleiðslu og handavinnu fara fram í Hvestu þó kertaframleiðslan beri þar hæst og vill hún minna á að Hvesta tekur við kertastubbum og endurvinnur þá í jólakerti, spákerti og alls konar kerti. Einnig sjáum við um innpökkun á jólakortum fyrir ýmis hagsmunasamtök eins og Íþróttafélagið Ívar og Krabbameinsfélagið Sigurvon.

Öllum er velkomið að kíkja til okkar, skoða og versla virka daga frá 10-15. Eins er hægt að finna okkur á Facebook.

Ingibjörg Snorra


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir