Keyrði inn í blómabúð

Við slysstað
Eldri maður keyrði inn í Blómabúðina Akur á Akureyri á fimmta tímanum í dag.  Sjúkrabifreið og lögreglubílar voru sendir á staðinn en engin meiðsl voru á fólki. Svo virðist sem maður hafi ætlað að bakka úr bílastæðinu en er virtist steig hann á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bílinn endaði inní blómabúðinni. Ökumaðurinn gekk að endingu inn í lögreglubifreiðina. Mikið mildi var að enginn viðskiptavinur né starfsmaður varð fyrir bílnum. 
Starfsmaður 10/11 sagði í samtali við fréttamann að í fyrstu héldi hann að það væri verið að losa ruslagáma í grendinni en áttaði sig svo fljótlega á því eitthvað annað og alvarlegra hafði gerst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir