KFC með villandi auglýsingu

mynd Bragi Einarsson
Rakst á þessa mynd á facebookinu hjá mér.  Þarna sjáum við til hægri auglýsingu fyrir kjúklingafötu á aðeins 1990 krónur og er hún full af mjög girnilegum kjúkling, þar stendur einnig "fáðu mikið fyrir peningin."  Eins og þið sjáið er auglýsingin bara blekking, þetta er varla botnfylli af kjúkling og eins og maðurinn sem tók myndina segir; "ég þurfti að fara með myndavélina nánast ofaní fötuna til að finna kjúllann!,,

Ég féll fyrir þessu um daginn eins og maðurinn sem tók myndina og keypti mér eina fötu þar sem ég hélt að ég væri að fá allt fyrir peningin. Við vorum fjórar saman og héldum að þetta yrði meira en nóg, en það dugði mjög skammt og þurftum við að kaupa okkur meiri kjúkling til þess að við færum saddar út. 
Þó svo að það standi á auglýsingunni hversu mikið er í fötunni er það kannski það síðasta sem maður horfir á ef maður er svangur. Þetta er skólarbókardæmi um það sem kallast villandi auglýsing. KFC hefur nú misst mjög góðan viðskiptavin. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir