Kínverjar sekta söngkonur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tvær lítt þekktar söngkonur í Kína hafa verið sektaðar fyrir að “mæma”. Þær hafi staðið upp á sviði og látið upptöku syngja fyrir sig, en þetta er nú ólöglegt í Kína.

Skipuleggjendur opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í Peking 2008 voru harðlega gagnrýndir eftir að upp komst að níu ára stúlka “mæmaði” fyrir framan heimsbyggðina. Sú sem sá um sönginn þótti ekki nógu aðlaðandi fyrir myndavélarnar.

Kínverjar eru almennt sáttir með sektina, sem hljóðar uppá meira en 900 þúsund krónur, enda finnst þeim listamenn fara illa með aðdáendur sína með svona uppátæki. Þó eru ekki allir sáttir að ekki skuli gripið til þessarra aðgerða oftar. Aldrei hefur heimsfrægur söngvari verið sektaður, aðeins þessar tvær lítt þekktu.

Menningarmálaráðuneytið í Kína hefur hótað að svipta listamönnum sýningarleyfi brjóti þeir reglulega þessi lög.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir