Kiri Te Kanawa í Hörpu

Kiri Te Kanawa
Hin heimsfræga óperusöngkona frá Nýja Sjálandi, Kiri Te Kanawa heldur tónleika í tónlistarhúsinu Hörpu nú í kvöld, en hófust tónleikarnir í Eldborg klukkan 20.00.
Kanawa er mikill Íslandsvinur og hefur haldið tónleika hér á landi að minnsta kosti einu sinni á ári frá því hún hélt fyrst tónleika hér árið 2003. Einar Bárðason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Consert sagði í leikskránni fyrir tónleikana í kvöld að fyrir fyrstu tónleikana hennar hér hafi eitt af því fyrsta sem hún spurði hann að verið hvaða á væri best fyrir veiðar.
Kanawa er mjög vinsæl hér á landi, það hefur undanfarið orðið uppselt á tónleikana hennar á fyrstu klukkutímunum, það var engin breyting á því í þetta skiptið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir