Klámiðnaðurinn

Mynd frá vef ASÍ

Sú frétt að tilraun hafi verið gerð til þess að nema átta ára gamla stúlku á brott í Reykjavík hefur einkennt flesta fréttamiðla síðustu daga. Umrætt atvik átti sér stað fyrir utan skólalóð Laugarnesskóla í byrjun þessa mánaðar en þá reyndu þrír karlmenn að lokka stúlkuna upp í bíl til sín. Foreldrar barna í skólanum eru að sjálfsögðu í miklu uppnámi en svona mál eru talin verulega alvarleg.

Atvik eins og þessi vekja mann sjálfkrafa til umhugsunar um barnaklám og þennan sívaxandi iðnað. Mansal hefur aldrei verið jafn áberandi í umræðunni og virðist ekki vera neitt aldurstakmark á þeim markaði. Breska stúlkan Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal síðasta vor, er dæmi um hversu ung mörg þessara barna eru. Hún er (var?) aðeins fjögurra ára gömul. Ekki er vitað hvað varð að Madeleine, en margar vísbendingar benda til þess að henni hafi verið rænt í klámfengnum tilgangi.

Það sem snertir flesta í þessum málum er þessi ósvaraða spurning: „Hvað eru svona menn að hugsa?” Af hverju sjá sumir menn lítil börn sem kynverur? Ein algengasta afsökun barnaníðinga er sú að barnið vildi þetta. Norska þjóðin fékk til að mynda áfall á dögunum þegar lögfræðingur  meints barnaníðings sagði að fjölmiðlar gerðu of mikið úr þessum málum. Sagði hann að drengirnir hefðu ekki orðið fyrir neinum skaða frá kynferðislegum glæpum mannsins.

Annað umtalað dæmi er kanadíski barnaníðingurinn sem setti static af sjálfum sér nauðga börnum á netið. Hann var að vísu búinn að tölvurugla á sér andlitið en lögreglan náði að láta afrugla andlitið. Þessir glæpamenn eru ekki aðeins að græða á mansali heldur eru þeir að selja static og myndbönd á netinu. Sú staðreynd að fólk kaupi þessar static er hrollvekjandi og eru þeir ekki minni glæpamenn en þeir sem tóku staticnar.

Þetta er stór iðnaður sem er að velta milljörðum. Þetta er nútímaþrældómur og er fólk oft á tíðum flutt á milli landa og heimsálfa. En er þessi óhugnandi iðnaður lentur og tekinn til starfa á klakanum? Við skulum vona ekki.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir