Geðheilsa

Til að heilsan sé góð er mikilvægt að huga að andlegu hliðinni. Þetta veit ég vel, en ég er öryrki vegna geðrænna veikinda.
Sjúkdómurinn sem ég glími við kallast geðhvarfasýki. Einkenni hans eru ýmist manía eða þunglyndi. Geðhvarfasýkin hefur valdið mér miklum andlegum sársauka, en einnig gert mig mun víðsýnni og þakklátari fyrir það sem ég hef.

Það eru þó ekki einungis manía og þunglyndi sem hafa hrjáð mig, heldur hef ég tvisvar veikst af geðrofi en einkenni geðrofs eru ranghugmyndir, skert raunveruleikatengsl og ofskynjanir.

Hugarástand mitt hefur á tímum verið afar svart en með því að þjálfa upp jákvætt hugarfar, trúa á sjálfa mig og neita að gefast upp þá er ég í dag komin á annan og betri stað.

Það sem reynst hefur mér vel í átt að bata, ásamt geðdeildarinnlögnum og iðjuþjálfun, er meðal annars stuðningur fjölskyldu minnar, dáleiðslumeðferð hjá Sturlu B. Johnsen, starf Hugarafls og Unghuga, HAM námskeið hjá geðsviði Landspítalans, námskeið hjá Pétri í Náttúruhreyfingu og geðhvarfahópur sem hittist reglulega í húsnæði Geðhjálpar.

Með von um að sem flestir hafi gagn og gaman af þessum pistli.

Katla Björg Kristjánsdóttir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir