Kókaín fannst í líkama Whitney Houston

Niðurstöður dánadómstjóri Los Angeles-borgar um hvað olli dauða söngkonunnar Whitney Houston liggja nú fyrir. Whitney Houston lést á hótelherbergi sínu í Log Angeles-borg 11. febrúar síðasliðin. Niðurstöður krufningar liggja nú fyrir og tatlið er að söngkonan hafi að öllum líkindum fengið hjartaáfall sem varð til þess að hún rann ofan í baðvatnið og drukknaði. Við krufningu kom einnig í ljós að Whitney hafði neytt nokkurs magns kókaíns, sem talið ef hafa ýtt undir fyrr nefnt hjartaáfall, en kókaín fær hjartað til þess að slá hraðar.

Önnur lyf sem fundust í líkama hennar voru marijúana auk ýmissa geðlyfja, en þau eru ekki talin hafa verið valdur að dauða söngkonunnar.

Söngkonan hefur verið jörðuð í heimafylki sínu New Jersey eftir fjölmenna jarðaför þar sem meðal annars mátti sjá stjörnur á borð við Oprah Winfrey, Alicia Keys og Mariah Carey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir