Kókaínframleiđsla

Teknir eru haugar af laufum og útbúið mauk, 300-500 kg af laufum fara í 1 kg af kókaíni. Út í þetta er bætt steinolíu, salti, aceton og brennisteinssýru. Til að virkja efnin þarf að traðka á þeim í nokkra daga. Sýrurnar eru snöggar í gegnum skó og verða piltarnir því að vera berfættir.

Þessi grein er skrifuð 2006 og hluti af námsgögnum í mannfræði, þrátt fyrir að ýmislegt hafi breyst síðan þá, tala staðreyndirnar sínu máli.

Móðir í Bólivíu segir „Þeir segja að Kaninn geti allt. Af hverju búið þið ekki sjálf til ykkar kókaín og leyfið börnunum okkar að koma heim úr skógarkjarrinu?“ Við þessu var ekkert svar. Nú hafa vesturlönd breytt öllu með fíkn sinni í kókaín. Nýir skógar hafa opnast og nýir hópar indíána dregnir inn í vestræna menningu. Vestræn menning hefur haft mikil áhrif á þriðja heiminn, skiptir þá ekki máli hvort lögleg eftirspurn er í kaffi, þungamálma, gúmmí, feldi, eða heróín.

Í Pocona er mest gamalt fólk, konur og börn, sem eru enn of ung til að fara. Konur þurfa að planta, vinna og uppskera kartöflur, korn og fava baunir, þar sem karlarnir eru farnir. Þarna var áður gróinn og gjöfull dalur, nú ríkir hungur. Daglegt mataræði er brauð, kartöflusúpa, soðnar kartöflur, korn og te. Þau hafa lítið sem ekkert kjöt, mjólkurvörur eða grænmeti. Allt slíkt er sent til vinnumannanna í Chapare.

Indíána ekkja, 4ra barna móðir segir 16 ára son sinn í fyrstu hafa komið heim með fullt fangið af mat, gjafir og peninga. Í annað skiptið kom hann bara með hvítt duft í poka fyrir sig og tók með sér allan þann mat, sem hann fann. Þriðja sinnið sem hann kom sagðist hann ekki fá vinnu og sagði mömmu sinni að baka helling af brauði, sem hann tók með sér til að selja vinnumönnunum í Chapare og tók líka 10 ára systur sína með, barði hana og misnotaði. Þegar systirin var send heim eftir meira brauði, fór mamma hennar strax með hana til Cochabamba og fékk fyrir hana vinnu sem þerna og bjargaði þannig lífi hennar.

Fyrir 10 árum fékk fólk í Pocona smá rafmagn, gat hlustað á útvarp og horft á útibíó. Nú er þögn og dimmt í Pocona. Íbúarnir sem áður tuggðu kokólauf daglega hafa ekki efni á að kaupa þau í dag. Kókalauf drógu úr hungri, þorsta, hausverk, magaverk og verkjum almennt og hæðaveikinni Sorroche.

Kókalauf innihalda mikið kalíum, sem er íbúum nauðsynlegt. Þeir eiga ekki kókalauf, bara korn, svo nú brugga þeir bjór og teyga vel. Kaldhæðni að á meðan Ameríkanar minnka alkóhólneyslu, en auka fíkniefnaneyslu, gerist öfugt í Pocona. 

Fæstir ungu mannanna vinna á ökrum Chapare. Kóka runninn þarf ekki mikla umönnun. Einn hektari getur auðveldlega framleitt átt hundruð kíló af kókólaufum á ári og ekki mikil vinna að týna þau. Eftir uppskeru eru laufin þurrkuð í sólinni í 3-4 daga og ganga börnin og gamla fólkið um með sópa og snúa laufunum.

Þörfin fyrir ungu sterku mennina er þegar kemur að fyrsta stigi framleiðslunnar. Teknir eru haugar af laufum og útbúið mauk, 300-500 kg af laufum fara í 1 kg af kókaíni. Út í þetta er bætt steinolíu, salti, aceton og brennisteinssýru. Til að virkja efnin þarf að traðka á þeim í nokkra daga. Sýrurnar eru snöggar í gegnum skó og verða piltarnir því að vera berfættir. 

Þeir kallast “pisacocas” og vinna í kuldanum á nóttunni, þetta étur fætur þeirra og sýkir þá. Þegar fætur eru orðnir sýktir, nota þeir hendurnar, uns þær fara líka. Margir sem lifa þetta af eru illa örkumlaðir og ekki mikið sem þeir geta gert í heimabæ sínum Pocana. Þessi vinna er sársaukafull svo þeim eru gefnar sígarettur með kókapasta, sem eru ávanabindandi, en þeir finna þá minna fyrir efnunum, sem eru að éta þá.

Líkt og bróðir 10 ára stúlkunnar, verða þeir veruleikafirrtir, reiðast fljótt og verða fljótt ofbeldisfullir. Þegar drengirnir eru “ónýtir” er þeim sagt upp og misjafnt hvað verður um þá, allir fársjúkir og fíklar. Fíkniefnabarónarnir sjá þeim fyrir fíkniefnum og ungum stúlkum sem verða þeirra hórur.Hvar er allur gróðinn, í raun er auðvelt að sjá hann í evrópskum bílum á götum Cochabamba og Santa Cruz og flottu húsin í úthverfunum, mótorhjól og jeppar á götum Trinidad. Erfiðara er að sjá fátæktina í fjarlægum þorpum eins og Pocana. Hver nýr bíll eða mótorhjól á götum Santa Cruz veldur því að heilt þorp eins og Pocana sveltur. Peningarnir fara beint til fíkniefnabarónanna, sem smygla efnunum úr landi til Bandaríkjanna og Evrópu. Gramm af hreinu kókaíni kostar 5 dollara á götu í Cochabamba, en í New York, París eða Berlín, rúmlega 100 dollara.

Alþjóðlegir glæpahringir fela svo peningana í bönkum í Sviss og New York. Bólivía situr uppi með hungur í þorpum, unga menn með ónýta fætur og hendur, hærri tíðni kynfærasjúkdóma, krónískan matarskort, minni steinolíu, hærri tíðni skólaskróps, aukna fíkniefnaneyslu og verðlausan gjaldeyri.

Þetta gerist allt áður en kókaín fer um heiminn og drepur fíkla.

Ingibjörg Snorra

Cocaine and the Economic Deterioration of Bolivia, skrifuð 2006 af Jack McIver Weatherford

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir